Fatnaður merktur Skotfélagi Akureyrar

Fimmtudaginn 8. júlí kl. 19-21 verður hægt að koma við í félagsheimili Skotfélagsins á Glerárdal og skoða og panta sér peysu eða bol merktan félaginu. Hér fyrir neðan má sjá myndir af peysum og bolum ásamt stærðartöflum. Verð á peysu er 7800 kr og á bol er 6500 kr, innifalið í því er nafnamerking fyrir þá sem það kjósa. 

Landsmót CS (Arctic shooting open)

Þá er frábæri helgi lokið hjá Skotfélagi Akureyrar þar sem fram fór Landsmót í Compak Sporting (Arctic shotting open) í frábæru skotveðri og félagsskap. Jón Valgeirsson frá SÍH bar sigur úr bítum í karlaflokki, Snjólaug María Jónsdóttir frá Markviss sigraði í kvennaflokki og Viðar Hilmarsson frá SA í unglinglingaflokki. Samhliða mótinu var einnig liðakeppni þar sem A-sveit SÍH bar sigur úr bítum. Skotfélag Akureyrar þakkar keppendum öllum kærlega fyrir komuna og frábæra samveru alla helgina. 

Vinnukvöld!

Kæru félagar. kl.19:30 verður vinnukvöld á svæði félagsins. Það er svona eitt og annað sem þarf að gera og því væri nú frábært að sjá sem flesta koma og vinna smá fyrir félagið sitt.

Á döfinni næstu daga!

Helst ber að nefna að frá og með 1.júní  teku við almenn sumar opnun á svæði félagsins eins og sjá má hér.  

Einnig mun sú breyting taka gildi að eingöngu verður hægt að komast inní riffilhús með aðgangskorti þar sem gamli lyklacylender verður fjarlægður, og aðeins þeir sem greitt hafa árgjald og lykilgjald 2021  hafa aðgang. Fyrir þá sem hafa greitt en ekki fengið kort nú þegar geta nálgast slíkt kort á opnunartíma félagsins með því að gefa upp nafn.

Einnig má benda á að Sumarmót í Silhouette sem sett hafði verið á 3.júní verður flýtt um einn dag vegna óviðráðanlegra orska og verður því 2.júní kl.19:00  Skráning á staðnum.

Mánudaginn 7.júní er svo fyrirhugað að hafa vinnudag á svæðinu og verður það auglýst betur síðar.

Benelli mótið 2021

Fyrsta mót sumarsins fór fram í dag og að sjálfsögðu í blíðskaparveðri. Mótið var í boði Veiðihúsið saka/Benelli og var Kjarri umboðsmaður mætti norður með troðfullan bíl af verlaunum.
Úrslit mótsins voru þannig að í flokknum óvanir varð Þorsteinn í 3.sæti á 35.dúfum Hallur í 2.sæti á 50.dúfum og Heimir í 1.sæti á 58.dúfu Í flokknum vanir fór þannig að Gunnar Þór varð í 3.sæti á 66.dúfum Bragi Óskars í 2.sæti á 69.dúfum og Teddi í 1.sæti á 70.dúfum.
Voru keppendur sammála um að þetta hefði verið gríðarlega skemmtilegt og vel skipulagt mót. Að endingu langar okkur hjá Skotfélagi Akureyrar að þakka keppendum og Veiðihúsinu Sökku kærlega fyrir að gera daginn og mótið svona frábært.

SA fólk í loftgreinum að gera það gott

Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var loks haldið í dag í Egilshöllinni í Grafarvogi. Keppt var bæði í loftskammbyssu og loftriffli. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 521 stig og í þriðja sæti varð Þorbjörg Ólafsdóttir úr SA með 511 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr SA með 520 stig, annar varð Ingvar Bremnes úr SÍ með 519 stig og í þriðja sæti Hannes H. Gilbert úr SFK með 498 stig. Í stúlknaflokki sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 498 stig, önnur varð Bryndís A. Magnúsdóttir úr SA með 464 stig og í þriðja sæti varð Sesselja Þórðardóttir úr SA með 371 stig.
Í keppni með loftriffli sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR með 587,8 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr SR með 559,8 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 521,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 571,2 stig. Í stúlknaflokki sigraði Hafdís R. Heiðarsdóttir úr SA með 500,5 stig og í öðru sæti Klaudia A. Jablonska úr SA með 456,9 stig. Nánar á www.sti.is og www.sr.is