Landsmót STÍ í Skeet verður haldið á Akureyri helgina 13. – 14. maí.
Opið um helgina
Þá er komið að fyrstu opnun á útisvæðinu 2017.
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl n.k. og hefst kl.21:00 í inniaðstöðu GA og SkotfAk í kjallara íþróttahallarinnar.
Páskamót 2017
Laugardaginn 15. apríl verða haldin hin árlegu páskamót Skotfélags Akureyrar. Skeet hefst kl.11 og verða skotnir 3 hringir (75 dúfur). Kl.11 hefst einnig VFS í flokki óbreyttra veiðiriffla. Kl.13 hefst svo VFS í opnum flokki og að síðustu kl.15 verður Benchrest HV. Nánar á mótaskrá félagsins.
Íslandsmeistaramót
Félagar úr Skotfélaginu hafa skellt sér suður yfir heiðar á tvenn Íslandsmeistaramót nú í mars/apríl. Fyrra mótið var Íslandsmeistaramót í staðlaðri skammbyssu þar sem Grétar Mar gerði sér lítið fyrir og vann mótið, Þórður Ívarsson endaði í þriðja sæti. Aðrir keppendur voru þau: Haukur Fannar Möller sem skaut sig upp í 3. flokk og Þorbjörg Ólafsdóttir og Izar Arnar.
Þann 1. apríl var haldið Íslandsmeistaramót í loftskammbyssu og átti félagið fimm keppendur þar, Þórður Ívarsson gerði sér lítið fyrir á sínu fyrsta móti í loftskammbyssu og endaði fjórði á mótinu og skaut sig upp í 3. flokk (á 2.flokks-skori) og í unglingaflokki karla varð Heimir Þorláksson Íslandsmeistari með 489 stig, í öðru sæti varð Skarphéðinn Jónsson með 485 stig og í því þriðja var Símon Ingólfsson. Finnur Steingrímsson tók einnig þátt í mótinu og varð annar í sínum flokki.
Byrjendamót í loftskammbyssu
Þriðjudaginn 28. mars næstkomandi verður haldið byrjendamót í loftskammbyssu.
Mótið hefst kl.20:00 og er skráning og mæting 19:30.
Áramóta-mót Riffilkeppnin
Það voru 10 keppendur sem reyndu neð sér í norðan kalda. Skotið var á 2 blöð Varmint for score á 100 metrum. Í fyrsta sæti varð Finnur Steingrímsson með 98 stig og 6X. Annar varð Kristján Arnarson með 98 stig og 4X, og þriðji varð Garðar Tryggvason með 97 stig og 2X.
Áramóta mót í Skeet
Það voru 4 keppendur sem börðust um terturnar og enduðu leikar þannig að efstur varð Grétar Mar Axelsson, með 38 dúfur, annar varð Ómar Örn Jónsson með 37 dúfur og þriðji, Guðlaugur Bragi Magnússon með 32 dúfur.
Lokahóf Skotfélagsins 2016
Laugardaginn 1. október, klukkan 16.00, verður hið árlega lokahóf félagsins, það verður að venju hagla- og kúlugreina mót. Svo þegar er búið að skjóta verður grill og gleði, Akureyrarmeistara titlarnir verða afhentir og skotmaður ársins krýndur.
Allir félagsmenn velkomnir.