Landsmót nr.2 í Compak sporting

Landsmót nr.2 í Compak sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Akureyrar um helgina í frábærum félagsskap og geggjuðu veðri. Í karlaflokki sigraði Ævar Sveinn Sveinsson úr SÍH með 178 stig, Þórir Guðnason úr SÍH varð annar með 176 eftir bráðabana við Jóhann Ævarsson úr SA. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 154 stig, Líf Katla Angelica úr SA varð önnur með 128 stig og Guðrún Hjaltalín úr SKA þriðja með 119 stig. Í unglingaflokki sigraði Felix Jónsson úr SÍH með 167 stig, Viðar Hilmarsson úr SA varð annar með 159 stig og í þriðja sæti Friðbert Bjarkason úr SR með 75 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SÍH með 520 stig, önnur B-sveit SÍH og í 3ja sæti A-sveit SA. Okkur hjá Skotfélagi Akureyrar langar að þakka keppendum og öðrum gestum kærlega fyrir komuna og frábæra samveru um helgina.