Minnum á árgjöldin í heimabanka.
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 28. febrúar 2022 kl. 20:30 í inniaðstöðu GA kjallara á íþróttahöll. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins.
Kaffi og með því 😀
Stjórn Skotfélagsins
Árgjald 2022
Kæru félagar. Nú hafa verið sendir út kröfur vegna árgjalda fyrir árið 2022. Á aðalfundi 2021 var tekin ákvörðun um að breyta árgjaldi til að einfalda innheimtu og einnig til þess að gefa öllum sem greiða árgjald kost á að nýta aðstöðu okkar sem mest. Áður var árgjald kr.10.000.- og svo bættust ofan á það kr.7500.- fyrir aðgengi að riffilhúsi utan opnunartíma. Nú borga allir kr.15.000.- og fá kort af riffilhúsi og komast inn á öllum tímum.
Höldum áfram að byggja upp öflugt félag!
Skotíþróttafólk Skotfélags Akureyrar 2021

Sóley Íslandsmeistari unglinga 2021
Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík þann 6.nóvember. Í unglingaflokki kvenna sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 520 stig og í öðru sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir með 405 stig. Erum við hjá Skotfélagi Akureyrar að vonum ánægð með Sóley og óskum henni innilega til hamingju með titilinn.
Íslandsmeistari í Comapk Sporting 2021
Íslandsmeistaramót í Compak Sporting var haldið af Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi um helgina. Stefán Gaukur Rafnsson ofurskytta frá Skotfélag Akureyrar varð Íslandsmeistari 2021 eftir æsispennandi bráðabana við Ævar Svein Sveinson fyrrum Íslandsmeistara í greininni eftir að hafa báðir skotið 187.dúfur af 200. Í bráðarbana skaut Ævar 22.dúfur en Stefán Gaukur 23.dúfur. Og erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Einnig eignaðist Skotfélag Akureyrar fleiri Íslandsmeistara á þessu móti þar sem samhlið fer fram liðakeppni, Skotfélag Akureyrar átti auðvitað vaska sveit manna á mótinu (svokölluð ofursveit) sem var skipuð Stafáni Gauk, Ragnari Má Helagasyni og Gunnari Þór Þórarnarsyni. og voru þeir með 547.stig og óskum við þeim innilega til hamingju.
VeiðirifflamótiÐ 2021
VeiðirifflamótiÐ fór fram á velli félagsins þann 12.ágúst og mættu til leiks 10.keppendur. Skotið var á þremur færum og skemst frá því að segja að Heiða Lára Guðmundsdóttir frá Skotgrund sigraði mótið, annar varð Krisatbjörn Tryggvason Skotak og þriðji varð Óskar Dóri Tryggvason
Íslandsmeistari unglinga í Skeet
Íslandsmeistaramót í Skeet fór fram hjá Skotfélagi Suðurlands helgina 7.ágúst og átti Skotfélag Akureyrar nokkra kependur þar. En hann Daníel Logi Heiðarsson keppendi okkar varð Íslandsmeistari í unglingaflokki fjórða árið í röð og erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Daníel bíður spenntur eftir því að geta komist í flokk fullorðina þar sem hann á orðið fullt erindi.
Opnunartími um verslunarmannahelgi
Vegna sumarleyfa starfsmanna verður lokað á svæði félagsins frá 30.júlí þar til á þriðjudaginn 3.ágúst . En þá breytist einnig opnunartími hjá okkur á virkum dögum í 18-21.