Daniel Logi Heiðarsson tók um helgina þátt í sínu fyrsta skeet móti á erlendri grundu. Mótið var haldið í Danmörku Árangurinn tvö brons verðlaun, annað í B flokki á mótinu og svo varð hann þriðji í flokki unglinga Daniel hann skaut 107 af 125 sem sagt glæsilegt.
Fyrsta opnun sumarsinns
Opið um helgina 13-17 Endilega koma og nýta blíðuna.
Félagsskírteini/Aðgangskort
Kæru félagar. Þið sem greidduð árgjaldið í janúar og febrúar geta nálgast kortin sín í Veiðiríkið. Þið sem voruð að borga núna í mars þurfa að bíða í nokkra daga til viðbótar þar sem ykkar kort eru í framleiðslu.
A.T.H.
Minnum á árgjöldin í heimabanka.
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 28. febrúar 2022 kl. 20:30 í inniaðstöðu GA kjallara á íþróttahöll. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins.
Kaffi og með því 😀
Stjórn Skotfélagsins
Árgjald 2022
Kæru félagar. Nú hafa verið sendir út kröfur vegna árgjalda fyrir árið 2022. Á aðalfundi 2021 var tekin ákvörðun um að breyta árgjaldi til að einfalda innheimtu og einnig til þess að gefa öllum sem greiða árgjald kost á að nýta aðstöðu okkar sem mest. Áður var árgjald kr.10.000.- og svo bættust ofan á það kr.7500.- fyrir aðgengi að riffilhúsi utan opnunartíma. Nú borga allir kr.15.000.- og fá kort af riffilhúsi og komast inn á öllum tímum.
Höldum áfram að byggja upp öflugt félag!
Skotíþróttafólk Skotfélags Akureyrar 2021

Sóley Íslandsmeistari unglinga 2021
Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík þann 6.nóvember. Í unglingaflokki kvenna sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 520 stig og í öðru sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir með 405 stig. Erum við hjá Skotfélagi Akureyrar að vonum ánægð með Sóley og óskum henni innilega til hamingju með titilinn.
Íslandsmeistari í Comapk Sporting 2021
Íslandsmeistaramót í Compak Sporting var haldið af Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi um helgina. Stefán Gaukur Rafnsson ofurskytta frá Skotfélag Akureyrar varð Íslandsmeistari 2021 eftir æsispennandi bráðabana við Ævar Svein Sveinson fyrrum Íslandsmeistara í greininni eftir að hafa báðir skotið 187.dúfur af 200. Í bráðarbana skaut Ævar 22.dúfur en Stefán Gaukur 23.dúfur. Og erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Einnig eignaðist Skotfélag Akureyrar fleiri Íslandsmeistara á þessu móti þar sem samhlið fer fram liðakeppni, Skotfélag Akureyrar átti auðvitað vaska sveit manna á mótinu (svokölluð ofursveit) sem var skipuð Stafáni Gauk, Ragnari Má Helagasyni og Gunnari Þór Þórarnarsyni. og voru þeir með 547.stig og óskum við þeim innilega til hamingju.