Akureyrarmeistarar reglur

Reglur um Akureyrarmeistara í skotgreinum hjá Skotfélagi Akureyrar.
  1. Stefnt sé að því að halda mót í öllum greinum sem Skotsamband Íslands keppir í og Skotfélag Akureyrar hefur sent fulltrúa á á síðasta og/eða yfirstandandi keppnistímabili.
  2. Auk þess er keppt í Silhouette, BR50, Trapp og Sporting sem ekki fylgja reglum STÍ eða alþjóðasambanda að öllu leiti, en ritaðar reglur þurfa að liggja fyrir að minnsta kosti 30 dögum fyrir sett mót. Gæta þarf samræmis í reglum milli ára.
  3. Öllum er heimil þáttaka í Akureyrarmeistaramótum en eingöngu félagsmenn með keppnisrétt hjá Skotfélagi Akureyrar geta orðið Akureyrarmeistarar. Aðrir félagsmenn eða gestir geta þó unnið til verðlauna.
  4. Keppt er í unglingaflokki í þeim greinum sem unglingum er heimilt að keppa í samkvæmt vopnalögum.
  5. Kynjaskipting fylgi í meginatriðum reglum STÍ.
  6. Tilnefna má skotmann sem Akureyrarmeistara í skotgrein ef mjög fáir félagsmenn keppa í greininni og skotmaður hefur sýnt árangur á mótum, t.d. landsmótum eða Íslandsmótum STÍ. Sama getur átt við ef aðstöðuleysi hamlar mótahaldi í viðkomandi greinum hjá Skotfélagi Akureyrar.