Helgina 12-13 ágúst fór fram Íslandsmeistaramót í Skeet á skotvelli Skotfélags Akureyrar og var einnig var keppt um um titilinn Norðurlandsmeistari í Skeet. Veðrið var nú ekkert sérstaklega að heiðra okkur með nærveru sinni en áttu keppendur samt góða daga á meðan móti stóð. Fóru leikar þannig að Sigurður Unnar Hauksson varð Íslandsmeistari í karlaflokki, Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki og Daníel Logi Heiðarsson í unglingaflokki. Sigurður Áki Sigurðsson vann titilinn um Norðurlandsmeistaran í karlaflokki og Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki. Skokotfélag Akureyrar óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með sigra sína og þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
Flokkur: Skeet
Riðlaskipting fyrir Íslandsmeistaramót
Akureyrarmeistaramót í Skeet 2019
Byrjendamót í Skeet
Fyrr í kvöld var haldið byrjendamót í Skeet á svæði félagsins.
6 keppendur tóku þátt og fór Björgvin Grant með sigur á mótinu með 18 dúfur af 50. Annar varð Davíð Jónsson með 16 dúfur og í þriðja sæti endaði Rósa eftir bráðabana við Hallgrím Jónasson en þau voru bæði með 15 dúfur.

Vormót Skeet 2018
Úrslit úr mótum helgarinnar
Mikið líf var á svæði Skotfélagsins um helgina, þegar þrenn haglabyssumót voru haldin.
Á föstudagskvöldinu var haldið byrjendamót í Sporting þar sem 8 keppendur mættu til leiks.
Laugardag og sunnudag var Norðurlandsmeistaramótið í skeet, þar sem einnig mættu 8 keppendur. Hér má sjá úrslit úr mótinu.
Að lokum var Eldhafsmótið í Sporting haldið seinnipart sunnudagsins, með 13 keppendum.
Riðlaskipting í Skeet
Landsmót STÍ í Skeet verður haldið á Akureyri helgina 13. – 14. maí.