Frábær árangur

Daniel Logi Heiðarsson tók um helgina þátt í sínu fyrsta skeet móti á erlendri grundu. Mótið var haldið í Danmörku Árangurinn tvö brons verðlaun, annað í B flokki á mótinu og svo varð hann þriðji í flokki unglinga Daniel hann skaut 107 af 125 sem sagt glæsilegt.

Skotíþróttafólk Skotfélags Akureyrar 2021

Stjórn Skotfélags Akureyrar hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn félagsins árið 2021:
 
Dnaíel Loga Heiðarsson og Sóley Þórðardóttir.
 
Daníel er mjög efnilegur skotmaður á hraðri uppleið og stundar keppnir í haglagreinum, en hans aðalgrein er „skeet“ í unglingaflokki. Daníel keppti á 8.landsmótum á árinu 2021 og varð hann sex sinnum í fyrsta sæti á þeim mótum sem hann fór á En það sem bar hæst á árinu 2021 hjá Daníel að hann varð Íslandsmeistari í unglingaflokki í skeet.
 
Sóley er góður mjög efnilegur skotmaður á hraðri uppleið og stundar keppnir í Loftskammbyssu sem aðalgrein einnig í loftriffli/kúlugreinum í unglingaflokki fyrir Skotfélag Akureyrar. Sóley náði ekki að keppa á mörgum mótum á árinu í sinni aðalgrein sökum Covid 19 og ekki heldur náð að æfa af neinu ráði. Sóley tók þátt í íslandsmeistaramóti í loftbyssu nú í nóvember og var íslansdmeistari í loftbyssu unglinga. Einnig tók Sóley þátt í íslandsmótti 50BR og gerði sér lítið fyrir og varð tvöfaldur íslandsmeistari þar í unglingaflokki (Light Varmint riffla) og (Sporter riffla)
 
Við erum afar stolt af þeim Daníel og Sóley og óskum þeim innilega til hamingju með tilnefninguna.

Íslandsmeistari unglinga í Skeet

Íslandsmeistaramót í Skeet fór fram hjá Skotfélagi Suðurlands helgina 7.ágúst og átti Skotfélag Akureyrar nokkra kependur þar. En hann Daníel Logi Heiðarsson keppendi okkar varð Íslandsmeistari í unglingaflokki fjórða árið í röð og erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Daníel bíður spenntur eftir því að geta komist í flokk fullorðina þar sem hann á orðið fullt erindi.

Opnunartími og skotpróf

Heil og sæl, er ekki komin tími til að viðra hólkinn og taka Sporting, skeet eða riffilæfingu?  Nú hefur sumaropnunartími okkar tekið gildi og má sjá hvenig hann er hér einnig eru skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn komin á fulla ferð, við hvetjum nú þá sem þurfa að taka próf að gera það í tíma og bóka hjá prófdómurum okkar sem fyrst til að komast hjá örtröð.

Íslandsmeistaramót í Skeet

Helgina 12-13 ágúst fór fram Íslandsmeistaramót í Skeet á skotvelli Skotfélags Akureyrar og var einnig var keppt um um titilinn Norðurlandsmeistari í Skeet. Veðrið var nú ekkert sérstaklega að heiðra okkur með nærveru sinni en áttu keppendur samt góða daga á meðan móti stóð. Fóru leikar þannig að Sigurður Unnar Hauksson varð Íslandsmeistari í karlaflokki, Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki og Daníel Logi Heiðarsson í unglingaflokki. Sigurður Áki Sigurðsson vann titilinn um Norðurlandsmeistaran í karlaflokki og Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki. Skokotfélag Akureyrar óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með sigra sína og þakkar öllum kærlega fyrir komuna.