Reglur um keppnismenn, mótagjöld og ferðakostnað

Samkvæmt bókun stjórnar í maí 2022

Stjórn Skotfélags Akureyrar hefur ákveðið að

  • Keppnismaður er sá aðili sem er félagi í Skotfélagi Akureyrar og er með sinn keppnisrétt þar.
  • Keppnismenn félagsinns bera allan kostnað af utanfélags mótagjölum sjálfir.
  • Félagsmenn greiða allir mótagjöld sjálfir á mót haldið af Skotfélagi Akureyrar.
  •  Á mótum sem Skotfélag  Akureyrar heldur er ekki heimilt að gata kort fyrir mótagjöldum.
  • Keppendur halda sjálfir utan um ferðir á þau Íslandsmót/landsmót sem farið er á yfir tímabilið.
  • Keppnismennn geta lagt inn til stjórnar í desember yfirlit um Íslandsmót/landsmót sem farið er á yfir tímabilið og félagið sækir um ferðastyrk ÍSÍ og greiðir keppendum í hlutfalli við úthlutunarreglur ferðasjóðs.
  • Félagið mun þjónusta sína félagsmenn sem eru með keppnisrétt hjá Skotfélagi Akureyrar með svipuðum hætti og verið hefur á auglýstum opnunartíma leirdúfuvalla og utan auglýstra tíma á riffilbraut.
  • Stjórn félagsinns getur veit undanþágu fyrir keppnismannaæfingar á haglavöllum séu fyrir því gild rök að viðkomandi séu að fara taka þátt í mótum á keppnistímabilinu.