Öryggisreglur á skotvöllum Skotfélags Akureyrar.

 

  •  Allir þeir sem stunda æfingar eða koma á æfingastað hjá félaginu eru á eigin ábyrgð gagnvart öryggisreglum.
  •  Þegar komið er að (eða frá) félagshúsi ber að hafa byssu óhlaðna í tösku eða poka.
  •  Heimilt er að fara með byssu óvarða milli skotstæðis og félagshúss en þó opna og óhlaðna.
  •  Skotmaður skal fjarlægja ólar af haglabyssum áður en skotæfing hefst.
  •  Skylt er að nota eyrnahlífar og hlífðargleraugu á æfingasvæðum félagsins.
  •  Skotmanni er skylt að hafa byssuna opna þegar hún er ekki í byssugeymslu og meðhöndla byssuna ávallt eins og hún sé hlaðin.
  •  Óheimilt er að meðhöndla byssur í eða við félagshús, nema með sérstöku leyfi frá settum æfingarstjóra eða starfsmanni vallarins.
  •  Aðeins er heimilt að skjóta í viðurkennda skotstefnu á viðurkennd skotmörk.
  •  Aðeins æfingarstjóri eða starfsmaður vallarins heimilar skotmanni að taka stöðu með byssu, hlaða og skjóta og raðar skotmönnum í skothópa.
  •  Þegar skoða skal skotmark skal byssa vera sýnilega opin og óhlaðin.
  •  Óheimilt er að snerta byssu á riffilvelli á meðan einhver er fyrir framan skotlínu.
  •  Skotmaður sem þarf að meðhöndla byssu á einhvern hátt utan skotstæðis, skal fá leyfi hjá æfingarstjóra eða starfsmanni vallarins.
  •  Öll ónauðsynleg umferð á og við skotpalla er bönnuð á meðan skotæfing fer fram.
  •  Æfingarstjóri stjórnar skotæfingum og ber ábyrgð á að reglum þessum sé framfylgt. Skotmanni er skylt að hlýða settum æfingarstjóra og/eða starfsmanni vallarins.

Brot á reglum þessum geta varðað brottrekstri af svæðinu.

Stjórn Skotfélags Akureyrar

Síðast uppfært 10.ágú 2012