Skotíþróttafólk Skotfélags Akureyrar 2021

Stjórn Skotfélags Akureyrar hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn félagsins árið 2021:
 
Dnaíel Loga Heiðarsson og Sóley Þórðardóttir.
 
Daníel er mjög efnilegur skotmaður á hraðri uppleið og stundar keppnir í haglagreinum, en hans aðalgrein er „skeet“ í unglingaflokki. Daníel keppti á 8.landsmótum á árinu 2021 og varð hann sex sinnum í fyrsta sæti á þeim mótum sem hann fór á En það sem bar hæst á árinu 2021 hjá Daníel að hann varð Íslandsmeistari í unglingaflokki í skeet.
 
Sóley er góður mjög efnilegur skotmaður á hraðri uppleið og stundar keppnir í Loftskammbyssu sem aðalgrein einnig í loftriffli/kúlugreinum í unglingaflokki fyrir Skotfélag Akureyrar. Sóley náði ekki að keppa á mörgum mótum á árinu í sinni aðalgrein sökum Covid 19 og ekki heldur náð að æfa af neinu ráði. Sóley tók þátt í íslandsmeistaramóti í loftbyssu nú í nóvember og var íslansdmeistari í loftbyssu unglinga. Einnig tók Sóley þátt í íslandsmótti 50BR og gerði sér lítið fyrir og varð tvöfaldur íslandsmeistari þar í unglingaflokki (Light Varmint riffla) og (Sporter riffla)
 
Við erum afar stolt af þeim Daníel og Sóley og óskum þeim innilega til hamingju með tilnefninguna.