Fyrsta opnun sumarið 2024

Þá er komið að því að opna svæðið þetta sumarið og byrjum við á mánudaginn 27.maí  kl.18 og verða þrír haglavellir opnir til að byrja með. Eins og plön eru núna er ætlun okkar að hafa opið mánudag,þriðjudaga,miðvikudaga og fimmtudaga frá 18-22 og svo laugardaga og sunnudaga frá 13-17 og verður opnunartími uppfærður á síðu næstu daga. Hlökkum til að sjá ykkur 😉

Starf í boði.

Þá er leit okkar hafin af starfsmanni á svæði okkar. Endilega að hafa samband ef þú veist um einhvern sem passar við eftirfarandi auglýsingu nema hún bara passi hreinlega við þig. Frekari upplýsingar veitir formaður í síma: 849-8315