Íslandsmeistaramót í Compak Sporting var haldið af Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi um helgina. Stefán Gaukur Rafnsson ofurskytta frá Skotfélag Akureyrar varð Íslandsmeistari 2021 eftir æsispennandi bráðabana við Ævar Svein Sveinson fyrrum Íslandsmeistara í greininni eftir að hafa báðir skotið 187.dúfur af 200. Í bráðarbana skaut Ævar 22.dúfur en Stefán Gaukur 23.dúfur. Og erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Einnig eignaðist Skotfélag Akureyrar fleiri Íslandsmeistara á þessu móti þar sem samhlið fer fram liðakeppni, Skotfélag Akureyrar átti auðvitað vaska sveit manna á mótinu (svokölluð ofursveit) sem var skipuð Stafáni Gauk, Ragnari Má Helagasyni og Gunnari Þór Þórarnarsyni. og voru þeir með 547.stig og óskum við þeim innilega til hamingju.