Skotíþrótamenn – reglur

Reglur um val á skotíþróttamönnum ársins hjá Skotfélagi Akureyrar 2018
 1. Eingöngu félagsmenn með keppnisrétt hjá Skotfélagi Akureyrar eru gjaldgengir til skotmanna ársins hjá Skotfélagi Akureyrar.
 2. Skotmenn ársins verði fjórir (4), í karlaflokki, kvennaflokki, unglingar drengir og unglingar stúlkur.
 3. Notuð er reikniregla sem tekur tillit til styrks móta og sætis keppenda á mótum.
 4. Vægi móta eru í eftirfarandi röð með margföldunarstuðli:
  A: Íslandsmót, 5
  B: Landsmót, 4
  C: Akureyrarmeistaramót, 3
  D: Opin STÍ mót, 3
  E: Innanfélagsmót, 1
  F: Önnur opin mót hjá öðrum félögum, 0,8
 5. Stig fyrir sæti eru:
  1. sæti 10 stig
  2. sæti 8 stig
  3. sæti 6 stig
  4. sæti 5 stig
  5. sæti 4 stig
  6. sæti 3 stig
  7. sæti 2 stig
  8. sæti og neðar 1 stig
 6. Viðbótarstig eru veitt fyrir Íslandsmet (10 stig) og bættan flokkaárangur (5 stig).

 

Skjal til að reikna út stöðu skotmanns til stiga í Skotmanni ársins: Skotmaður ársins V1.00