Íslandsmót BR50

Dagana 17.-18. júlí var haldið Íslandsmót í BR50 hjá Skotfélagi Akureyrar í blíðskaparveðri.

Keppt var í þremur flokkum: Sporter – 10 keppendur, Light Varmint – 11 keppendur og Heavy Varmint – 11 keppendur, úr sjö félögum.

Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur vann í Sporter og Heavy Varmint, Wimol Sudee, Skotfélagi Húsavíkur vann í Light Varmint.
Sóley Þórðardóttir, Skotfélagi Akureyrar vann í flokki unglinga í Sporter og Light Varmint. 
Nánari upplýsingar um  úrslit eru hér neðar.

Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum og keppendum sem tekin var seinni keppnisdaginn.

2021 ISLMOT BR50 SA1718jul Sporter
2021 ISLMOT BR50 SA1718jul L-Varmint
2021 ISLMOT BR50 SA1718jul H-Varmint

Fatnaður merktur Skotfélagi Akureyrar

Fimmtudaginn 8. júlí kl. 19-21 verður hægt að koma við í félagsheimili Skotfélagsins á Glerárdal og skoða og panta sér peysu eða bol merktan félaginu. Hér fyrir neðan má sjá myndir af peysum og bolum ásamt stærðartöflum. Verð á peysu er 7800 kr og á bol er 6500 kr, innifalið í því er nafnamerking fyrir þá sem það kjósa. 

Akureyrarmeistaramót BR50

Akureyrarmeistaramót í BR50 var haldið sunnudaginn 23. ágúst, þar sem skotið var á tvö blöð.

10 keppendur tóku þátt í sporterflokki þar sem Pétur Már Ólafsson, Skotfélagi Snæfellsness sigraði mótið með 474 stig, annar varð Kristbjörn Tryggvason og jafnframt Akureyrarmeistari í BR50 – Sporter og þriðja varð Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir einnig úr Skotfélagi Snæfellsness.

10 keppendur tóku einnig þátt í Varmint flokki þar sem Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur, sigraði mótið með 494 stig, önnur varð Rosa Maria einnig úr Skotfélagi Húsavíkur og þriðji varð Arnar Oddsson og jafnframt Akureyrarmeistari í BR50 – Varmint. 

Það má því segja að gestirnir okkar komu sáu og sigruðu. 

 

hér  er hægt að sjá nánari úrslit, myndir væntanlegar.

Íslandsmeistaramót Compak sporting 2020

Um helgina (25.-26. júlí) verður Íslandsmót í Compak sporting haldið á svæði Skotfélags Akureyrar, frá kl.10 til 16 báða dagana. 46 keppendur eru skráðir til leiks og verður því líf og fjör á svæðinu um helgina.

Á meðan á mótinu stendur verða haglavellir svæðisins lokaðir en allir sem hafa áhuga á að koma og fylgjast með mótinu eru velkomnir á svæðið.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með framvindu mótsins:

Íslandsmót í Compak sporting Akureyri 2020

 

Landsmót Compak Sporting 20.-21. júlí 2020

Um helgina verður Landsmót í Compak Sporting haldið á svæði Skotfélags Akureyrar, frá kl.10 til 15 báða dagana. 

Því verða haglavellir svæðisins lokaðir meðan á móti stendur en allir sem hafa áhuga á að koma og fylgjast með mótinu eru velkomnir á svæðið.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með framvindu mótsins.

Landsmót Akureyri 20.-21. júlí