Opnun á skotsvæði!

Kæru félagar. Nú hefur STÍ gefið út leiðbeinandi reglur um opnun skotsvæða á meðan samkomubann er í gildi. Þessar reglur gilda frá 4.maí og þar til Almanavarnir gefa annað út. Við eigum eftir að fara aðeins yfir þessar reglur og aðlaga þær af okkar aðstæðum áður en við opnum þann 9.maí Við munum auglýsa þetta allt betur þegar nær dregur. Við vitum að þessar reglur verða áskorun fyrir okkur öll að takast á við, en við verðum bara að sýna það að við getum þetta öll í sameiningu til að geta haft svæðið okkar opið þrátt fyrir takmarkanir.

 

TILKYNNING VEGNA COVID 19.

ÍSÍ og UMFÍ mæltust til þess í sameiginlegri tilkynningu að öll starfsemi íþróttafélaga skuli látin niður falla á meðan samkomubann er í gildi. Það á líka við um æfingar einstaklinga í íþróttahúsum eða í íþróttaaðstöðu viðkomandi félags. Einstaklingar þurfa því miður að leita annarra leiða til að halda sér við á meðan samkomubann er í gildi.

Af þessum sökum verður skotæfingasvæði Skotfélags Akureyrar lokað þar til samkomubanni verður aflétt eða slakað á tilmælum um lokun. Hlutirnir verða skoðaðir 4.maí
ATH. Lokun gildir einnig um árslykilshafa af riffilhúsi!

A.T.H.

Til þeirra er málið varðar. Nú er eindagi vegna greiðslu á lyklum af riffilhúsi liðinn (8.apríl) og hafa c.a. 50 af 80 greitt fyrir afnot af lyklum. Langar okkur því að árétta það við þá sem ekki hafa greitt fyrir sína lykla að gera það í snatri eða skila lyklum til stjórnar hyggist menn ekki ætla að borga áfram.
Mbk
Stjórnin

Félagsmenn vinsamlegast athugið

Stjórn Skotfélags Akureyrar vill árétta að engir keppnismannasamningar né aðrir afslættir eru lengur í gildi hjá félaginu. Því er starfsmönnum með öllu óheimilt að veita nokkrum félagsmanni sérkjör að nokkru tagi.

Kveðja, Sjórn SkotAk

Lokahóf 2019

Lokahóf Skotfélagsins verður á laugardaginn. Dagurinn hefst á mótahaldi og er mæting kl.12:00 upp á skotsvæði. Í haglagreinum fer fram hið stórskemtilega Rjúpnamót og mótsgjald 2500kr Í kúlugreinum verður þríþrautin (2 blöð á 100m með veiðirifflum, 1 blað BR50 og 10 silhouettur) mótagjald 1500 kr. Þegar skotkeppnum er lokið fara menn heim og skipta yfir í sparigírinn og hittast aftur yfir sameiginlegum kvöldverði sem hefst kl.19:00.
Fólk má staðfesta komu sína með pósti á skotak@skotak.is

Íslandsmót í Compak Sporting

Íslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina og átti Skotfélag Akureyrar þar nokkra keppendur. Í karlaflokki varð Ævar Sveinn Ævarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistari með 181 stig, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson úr Skotfélagi Akureyrar með 177 stig og þriðji varð Stefán Gaukur Rafnsson úr Skotfélagi Akureyrar með 176 stig. Í kvennaflokki varð Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 154 stig, önnur varð Þórey Inga Helgadóttir með 144 stig og þriðja varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 132 stig. Íslandsmeistari unglinga varð Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 144 stig.

Íslandsmeistaramót í Skeet

Helgina 12-13 ágúst fór fram Íslandsmeistaramót í Skeet á skotvelli Skotfélags Akureyrar og var einnig var keppt um um titilinn Norðurlandsmeistari í Skeet. Veðrið var nú ekkert sérstaklega að heiðra okkur með nærveru sinni en áttu keppendur samt góða daga á meðan móti stóð. Fóru leikar þannig að Sigurður Unnar Hauksson varð Íslandsmeistari í karlaflokki, Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki og Daníel Logi Heiðarsson í unglingaflokki. Sigurður Áki Sigurðsson vann titilinn um Norðurlandsmeistaran í karlaflokki og Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki. Skokotfélag Akureyrar óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með sigra sína og þakkar öllum kærlega fyrir komuna.