Íslandsmeistaramót í Skeet

Helgina 12-13 ágúst fór fram Íslandsmeistaramót í Skeet á skotvelli Skotfélags Akureyrar og var einnig var keppt um um titilinn Norðurlandsmeistari í Skeet. Veðrið var nú ekkert sérstaklega að heiðra okkur með nærveru sinni en áttu keppendur samt góða daga á meðan móti stóð. Fóru leikar þannig að Sigurður Unnar Hauksson varð Íslandsmeistari í karlaflokki, Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki og Daníel Logi Heiðarsson í unglingaflokki. Sigurður Áki Sigurðsson vann titilinn um Norðurlandsmeistaran í karlaflokki og Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki. Skokotfélag Akureyrar óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með sigra sína og þakkar öllum kærlega fyrir komuna.