Úrslit úr landsmóti í Compak Sporting

Þá er frábæru landsmóti í Compak Sporting á Akureyri lokið sem fram fór um helgina í blíðskaparveðri. 

Sigurvegarar mótsins voru Ellert Aðalsteinsson í karlaflokki og Ingibjörg Bergþórsdóttir í kvennaflokki. Úrslit í karlaflokki voru gríðarlega spennandi en Ellert og Jón skutu báðir 189 af 200 mögulegum og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Bràðarbaninn endaði þannig að Ellert skaut 25 af 25 og Jón 24 af 25. Langar okkur að endingu að þakka öllum keppendum og starfsfólki kærlega fyrir frábæra helgi. Svo fær Skotfélag Húsavíkur sérstakar þakkir fyrir lánið á vélunum.

Skráningar á Landsmót í Compak Sporting á Akureyri 27.-28. júlí

Hér er listi yfir þá sem eru skráðir til leiks á annað Landsmót í Compak Sporting sem haldið verður á Akureyri í sumar.

Skráningar Landsmót CS júlí 2019

Á meðan á móti stendur verða haglavellir lokaðir en að sjálfsögðu eru allir velkomnir til að fylgjast með.

Hópaskipting og keppnistímar.

Skráningar Landsmót CS júlí 2019 hópaskipting+

Hver hópur sendir út dómarara þegar þeir eru ekki að keppa.

 

Úrslit úr Íslandsmeistaramótinu í BR50

Fyrsta Íslandsmeistaramótinu í BR50 lauk í dag á svæði Skotfélags Akureyrar.

Keppt var í þremur flokkum: Sporter, Léttum Varmint og Þungum Varmint. 

Hér fyrir neðan má sjá úrslit úr hverjum flokki. Nánari upplýsingar um riffla keppenda koma síðar.

 

Krýndir voru 5 nýjir Íslandsmeistarar á mótinu.

BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - úrslit Sporter

 

BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - Úrslit L.Varmint

 

BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - Úrslit Þ.Varmint

 

Íslandsmeistaramót í BR50

Næstkomandi laugardag, 20. júlí, verður Íslandsmeistaramót í BR50 haldið hjá Skotfélagi Akureyrar.

Riffilhúsið verður opið kl.16-21:00 á föstudaginn fyrir keppnisæfingu.

Riffilhúsið verður því lokað fyrir almennar æfingar frá því kl.16 á föstudaginn og þar til mótahaldi líkur á laugardaginn. 

Haglavellir verða opnir á laugardaginn á hefðbundnum opnunartíma (kl. 13-17) 

 

Landsmót í Compak sporting – Úrslit

Frábæru landsmóti í Compak sporting er lokið í blíðskaparveðri, þar sem skotnar voru 200 dúfur á 4 völlum. 100 dúfur á laugardegi og 100 á sunnudegi.

Á laugardagskvöld var boðið upp á grillað lambalæri og meðlæti. 

Hörð barátta var um efstu sætin hjá körlunum og fóru leikar svo að Bragi Óskarsson Skotfélagi Akureyrar vann með 191 dúfu (96/95), annar var Gunnar Gunnarsson Skotfélagi Reykjavíkur með 189 dúfur (94/95) og þriðji var Stefán Gaukur Rafnsson Skotfélagi Akureyrar með 188 dúfur (93/95).

Hjá konunum var ekki síður spennandi keppni sem fór þannig að  Snjólaug M. Jónsdóttir Skotfélaginu Markviss sigraði með 165 dúfur (82/93), önnur var Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 162 dúfur (82/80) og þriðja var Líf Katla Angelica Skotfélagi Akureyrar með 122 dúfur (60/62).

Landsmót Compak sporting Akureyri 15. - 16. júní 2019 - mótaskýrsla

This slideshow requires JavaScript.