TILKYNNING VEGNA COVID 19.

ÍSÍ og UMFÍ mæltust til þess í sameiginlegri tilkynningu að öll starfsemi íþróttafélaga skuli látin niður falla á meðan samkomubann er í gildi. Það á líka við um æfingar einstaklinga í íþróttahúsum eða í íþróttaaðstöðu viðkomandi félags. Einstaklingar þurfa því miður að leita annarra leiða til að halda sér við á meðan samkomubann er í gildi.

Af þessum sökum verður skotæfingasvæði Skotfélags Akureyrar lokað þar til samkomubanni verður aflétt eða slakað á tilmælum um lokun. Hlutirnir verða skoðaðir 4.maí
ATH. Lokun gildir einnig um árslykilshafa af riffilhúsi!