Íslandsmót í Compak Sporting

Íslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina og átti Skotfélag Akureyrar þar nokkra keppendur. Í karlaflokki varð Ævar Sveinn Ævarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistari með 181 stig, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson úr Skotfélagi Akureyrar með 177 stig og þriðji varð Stefán Gaukur Rafnsson úr Skotfélagi Akureyrar með 176 stig. Í kvennaflokki varð Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 154 stig, önnur varð Þórey Inga Helgadóttir með 144 stig og þriðja varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 132 stig. Íslandsmeistari unglinga varð Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 144 stig.