Íslandsmeistaramót

Félagar úr Skotfélaginu hafa skellt sér suður yfir heiðar á tvenn Íslandsmeistaramót nú í mars/apríl. Fyrra mótið var Íslandsmeistaramót í staðlaðri skammbyssu þar sem Grétar Mar gerði sér lítið fyrir og vann mótið, Þórður Ívarsson endaði í þriðja sæti. Aðrir keppendur voru þau: Haukur Fannar Möller sem skaut sig upp í 3. flokk og Þorbjörg Ólafsdóttir og Izar Arnar. 

Þann 1. apríl var haldið Íslandsmeistaramót í loftskammbyssu og átti félagið fimm keppendur þar, Þórður Ívarsson gerði sér lítið fyrir á sínu fyrsta móti í loftskammbyssu og endaði fjórði á mótinu og skaut sig upp í 3. flokk (á 2.flokks-skori) og í unglingaflokki karla varð Heimir Þorláksson Íslandsmeistari með 489 stig, í öðru sæti varð Skarphéðinn Jónsson með 485 stig og í því þriðja var Símon Ingólfsson. Finnur Steingrímsson tók einnig þátt í mótinu og varð annar í sínum flokki.