Næstkomandi föstudagur er allra síðasti dagur til að taka skotpróf fyrir hreindýraveiðarnar í haust. Þeir sem eiga eftir að taka próf eru beðnir um að hafa samband við prófdómara sem fyrst til að tryggja sér tíma í próf hjá þeim. Sjá nánar hér.
Úrslit úr mótum vikunnar
Sumarmót í Silhouettu var haldið fimmtudaginn 22. júní.
Arctic shooting var haldið laugardaginn 24. júní.
Arctic shooting 2017
Nú styttist í Arctic sporting mótið, en það verður á laugardaginn og hefst kl.18. Mæting er eins og venja er 30 mín fyrir upphaf móts til að ganga frá skráningu. Skotnir verða amk 2 hringir + úrslitahringur.
Boðið verður upp á grillaða borgara þegar líður á kvöldið.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á facebook viðburðinn
Sumarmót í Silhouettu skotfimi
Fimmtudagskvöldið 22. júní verður haldið sumarmót í Silhouettu skotfimi. Skotið er með 22lr. rifflum. Mótið hefst kl.19 og er mæting og lokaskráning 18:30 á svæði félagsins í Glerárdal.
Skotið á 20 silhouettur af fjórum mismunandi stærðum, 5 stk af hverri stærð, á mismunandi færum, eftir stærð dýranna.
Skotið með .22 cal rifflum með sjónaukum úr standandi stöðu.
Færin sem notuð eru: 40, 60, 77 og 100 m
Svæðið lokað 17. júní
Laugardaginn 17. júní verður svæðið á Glerárdal lokað.
Mót og kynning í dag
Laugardaginn 10. júní verður riffilmót kl.13 upp í riffilhúsi.
Kl.14 verður Veiðiríkið með Benelli kynningu, þar sem menn geta fengið að prófa ýmislegt.
Vinnudagur
Næstkomandi fimmtudag 25. maí verður vinnudagur upp á svæði félagsins í Glerárdal. Gert er ráð fyrir að byrja kl. 13 og vinna fram eftir degi.
Riðlaskipting í Skeet
Landsmót STÍ í Skeet verður haldið á Akureyri helgina 13. – 14. maí.
Opið um helgina
Þá er komið að fyrstu opnun á útisvæðinu 2017.
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl n.k. og hefst kl.21:00 í inniaðstöðu GA og SkotfAk í kjallara íþróttahallarinnar.