Um helgina verður Norðurlandsmeistaramótið í Skeet haldið á Akureyri. Mótið hefst á laugardegi kl.10 og verður boðið upp á keppnisæfingu á föstudegi kl.19-20:30
Riðlaskiptingu má sjá hér og úrslit birtast í sama skjali þegar móti lýkur.
Um helgina verður Norðurlandsmeistaramótið í Skeet haldið á Akureyri. Mótið hefst á laugardegi kl.10 og verður boðið upp á keppnisæfingu á föstudegi kl.19-20:30
Riðlaskiptingu má sjá hér og úrslit birtast í sama skjali þegar móti lýkur.
Metþátttaka var í BR50 sumarmóti félagsins sem haldið var miðvikudaginn 5. júlí í blíðskaparveðri. 14 keppendur mættu til leiks og fengum við heimsókn frá Skotfélagi Austurlands og Markviss á Blönduósi.
Jónbi gerði sér lítið fyrir og vann mótið með 244 stig sem getur ekki annað en talist frábær árangur, Bubbi varð annar með 236 stig og þriðji varð Finnur með 235 stig. Sjá önnur úrslit á meðfylgjandi mynd.
Byrjendamót í Skeet var haldið miðvikudaginn 28. júní. 5 keppendur mættu til leiks. Sjá úrslit á meðfylgjandi mynd.
Benchrest mótið sem vera átti 1. júlí hefur verið aflýst.
BR50 sumarmótið sem vera átti fimmtudaginn 6. júlí færist fram á miðvikudaginn 5. júlí.
Næstkomandi föstudagur er allra síðasti dagur til að taka skotpróf fyrir hreindýraveiðarnar í haust. Þeir sem eiga eftir að taka próf eru beðnir um að hafa samband við prófdómara sem fyrst til að tryggja sér tíma í próf hjá þeim. Sjá nánar hér.
Sumarmót í Silhouettu var haldið fimmtudaginn 22. júní.
Arctic shooting var haldið laugardaginn 24. júní.
Nú styttist í Arctic sporting mótið, en það verður á laugardaginn og hefst kl.18. Mæting er eins og venja er 30 mín fyrir upphaf móts til að ganga frá skráningu. Skotnir verða amk 2 hringir + úrslitahringur.
Boðið verður upp á grillaða borgara þegar líður á kvöldið.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á facebook viðburðinn
Fimmtudagskvöldið 22. júní verður haldið sumarmót í Silhouettu skotfimi. Skotið er með 22lr. rifflum. Mótið hefst kl.19 og er mæting og lokaskráning 18:30 á svæði félagsins í Glerárdal.
Skotið á 20 silhouettur af fjórum mismunandi stærðum, 5 stk af hverri stærð, á mismunandi færum, eftir stærð dýranna.
Skotið með .22 cal rifflum með sjónaukum úr standandi stöðu.
Færin sem notuð eru: 40, 60, 77 og 100 m
Laugardaginn 17. júní verður svæðið á Glerárdal lokað.
Laugardaginn 10. júní verður riffilmót kl.13 upp í riffilhúsi.
Kl.14 verður Veiðiríkið með Benelli kynningu, þar sem menn geta fengið að prófa ýmislegt.