Skotíþróttafólk Skotfélags Akureyrar 2021

Stjórn Skotfélags Akureyrar hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn félagsins árið 2021:
 
Dnaíel Loga Heiðarsson og Sóley Þórðardóttir.
 
Daníel er mjög efnilegur skotmaður á hraðri uppleið og stundar keppnir í haglagreinum, en hans aðalgrein er „skeet“ í unglingaflokki. Daníel keppti á 8.landsmótum á árinu 2021 og varð hann sex sinnum í fyrsta sæti á þeim mótum sem hann fór á En það sem bar hæst á árinu 2021 hjá Daníel að hann varð Íslandsmeistari í unglingaflokki í skeet.
 
Sóley er góður mjög efnilegur skotmaður á hraðri uppleið og stundar keppnir í Loftskammbyssu sem aðalgrein einnig í loftriffli/kúlugreinum í unglingaflokki fyrir Skotfélag Akureyrar. Sóley náði ekki að keppa á mörgum mótum á árinu í sinni aðalgrein sökum Covid 19 og ekki heldur náð að æfa af neinu ráði. Sóley tók þátt í íslandsmeistaramóti í loftbyssu nú í nóvember og var íslansdmeistari í loftbyssu unglinga. Einnig tók Sóley þátt í íslandsmótti 50BR og gerði sér lítið fyrir og varð tvöfaldur íslandsmeistari þar í unglingaflokki (Light Varmint riffla) og (Sporter riffla)
 
Við erum afar stolt af þeim Daníel og Sóley og óskum þeim innilega til hamingju með tilnefninguna.

VeiðirifflamótiÐ 2021

VeiðirifflamótiÐ fór fram á velli félagsins þann 12.ágúst og mættu til leiks 10.keppendur. Skotið var á þremur færum og skemst frá því að segja að Heiða Lára Guðmundsdóttir frá Skotgrund sigraði mótið, annar varð Krisatbjörn Tryggvason Skotak og þriðji varð Óskar Dóri Tryggvason

Íslandsmót BR50

Dagana 17.-18. júlí var haldið Íslandsmót í BR50 hjá Skotfélagi Akureyrar í blíðskaparveðri.

Keppt var í þremur flokkum: Sporter – 10 keppendur, Light Varmint – 11 keppendur og Heavy Varmint – 11 keppendur, úr sjö félögum.

Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur vann í Sporter og Heavy Varmint, Wimol Sudee, Skotfélagi Húsavíkur vann í Light Varmint.
Sóley Þórðardóttir, Skotfélagi Akureyrar vann í flokki unglinga í Sporter og Light Varmint. 
Nánari upplýsingar um  úrslit eru hér neðar.

Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum og keppendum sem tekin var seinni keppnisdaginn.

2021 ISLMOT BR50 SA1718jul Sporter
2021 ISLMOT BR50 SA1718jul L-Varmint
2021 ISLMOT BR50 SA1718jul H-Varmint

Opnunartími og skotpróf

Heil og sæl, er ekki komin tími til að viðra hólkinn og taka Sporting, skeet eða riffilæfingu?  Nú hefur sumaropnunartími okkar tekið gildi og má sjá hvenig hann er hér einnig eru skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn komin á fulla ferð, við hvetjum nú þá sem þurfa að taka próf að gera það í tíma og bóka hjá prófdómurum okkar sem fyrst til að komast hjá örtröð.

Lokahóf 2019

Lokahóf Skotfélagsins verður á laugardaginn. Dagurinn hefst á mótahaldi og er mæting kl.12:00 upp á skotsvæði. Í haglagreinum fer fram hið stórskemtilega Rjúpnamót og mótsgjald 2500kr Í kúlugreinum verður þríþrautin (2 blöð á 100m með veiðirifflum, 1 blað BR50 og 10 silhouettur) mótagjald 1500 kr. Þegar skotkeppnum er lokið fara menn heim og skipta yfir í sparigírinn og hittast aftur yfir sameiginlegum kvöldverði sem hefst kl.19:00.
Fólk má staðfesta komu sína með pósti á skotak@skotak.is