Búið er að uppfæra opnunartíma Skotfélags Akureyrar á heimasíðu undir flipanum opnunartímar 2023.
Enn það er komi að því að opna og er fyrsta opnun í kvöld. Opið verður frá 18-22 og að sjálfsögðu er heitt á könnunni.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Búið er að uppfæra opnunartíma Skotfélags Akureyrar á heimasíðu undir flipanum opnunartímar 2023.
Enn það er komi að því að opna og er fyrsta opnun í kvöld. Opið verður frá 18-22 og að sjálfsögðu er heitt á könnunni.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Riffilhús verður lokað fyrir félagsmenn á laugardaginn 13.maí frá kl.12-17 vegna skotkeppni sem þar fer fram.
VeiðirifflamótiÐ fór fram á velli félagsins þann 12.ágúst og mættu til leiks 10.keppendur. Skotið var á þremur færum og skemst frá því að segja að Heiða Lára Guðmundsdóttir frá Skotgrund sigraði mótið, annar varð Krisatbjörn Tryggvason Skotak og þriðji varð Óskar Dóri Tryggvason
Dagana 17.-18. júlí var haldið Íslandsmót í BR50 hjá Skotfélagi Akureyrar í blíðskaparveðri.
Keppt var í þremur flokkum: Sporter – 10 keppendur, Light Varmint – 11 keppendur og Heavy Varmint – 11 keppendur, úr sjö félögum.
Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur vann í Sporter og Heavy Varmint, Wimol Sudee, Skotfélagi Húsavíkur vann í Light Varmint.
Sóley Þórðardóttir, Skotfélagi Akureyrar vann í flokki unglinga í Sporter og Light Varmint.
Nánari upplýsingar um úrslit eru hér neðar.
Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum og keppendum sem tekin var seinni keppnisdaginn.
2021 ISLMOT BR50 SA1718jul Sporter
2021 ISLMOT BR50 SA1718jul L-Varmint
2021 ISLMOT BR50 SA1718jul H-Varmint
BR 50 mót fór fram þann 10.júní, skotin 2 blöð í hvorum flokki. Kristján Arnarsson náði þeim frábæra árangri að skjóta 250 stiga blað.
Mótaskrá haglagreina 2021 kominn á heimasíðu okkar. Nú er bara að bíða eftir að mótanefnd riffilgreina komi með sína svo hægt sé að byrta hana líka.
Heil og sæl, er ekki komin tími til að viðra hólkinn og taka Sporting, skeet eða riffilæfingu? Nú hefur sumaropnunartími okkar tekið gildi og má sjá hvenig hann er hér einnig eru skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn komin á fulla ferð, við hvetjum nú þá sem þurfa að taka próf að gera það í tíma og bóka hjá prófdómurum okkar sem fyrst til að komast hjá örtröð.
Lokahóf Skotfélagsins verður á laugardaginn. Dagurinn hefst á mótahaldi og er mæting kl.12:00 upp á skotsvæði. Í haglagreinum fer fram hið stórskemtilega Rjúpnamót og mótsgjald 2500kr Í kúlugreinum verður þríþrautin (2 blöð á 100m með veiðirifflum, 1 blað BR50 og 10 silhouettur) mótagjald 1500 kr. Þegar skotkeppnum er lokið fara menn heim og skipta yfir í sparigírinn og hittast aftur yfir sameiginlegum kvöldverði sem hefst kl.19:00.
Fólk má staðfesta komu sína með pósti á skotak@skotak.is
15. ágúst var haldið Akureyrarmeistaramót í BR50 þar sem 8 keppendur kepptu í Sporter flokki og 10 keppendur í Varmint flokki.
Í Sporter flokki vann Kristbjörn Tryggvason og er jafnframt nýr Akureyrarmeistari í þeim flokki.
Í Varmint flokki vann Finnur Steingrímsson og er jafnframt nýr Akureyrarmeistari í þeim flokki.
Akureyrarmeistaramót BR50 2019 - Sheet1