Úrslit úr Íslandsmeistaramótinu í BR50

Fyrsta Íslandsmeistaramótinu í BR50 lauk í dag á svæði Skotfélags Akureyrar.

Keppt var í þremur flokkum: Sporter, Léttum Varmint og Þungum Varmint. 

Hér fyrir neðan má sjá úrslit úr hverjum flokki. Nánari upplýsingar um riffla keppenda koma síðar.

 

Krýndir voru 5 nýjir Íslandsmeistarar á mótinu.

BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - úrslit Sporter

 

BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - Úrslit L.Varmint

 

BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - Úrslit Þ.Varmint

 

Skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn

Væri ekki rétt að vera tímanlega í að undirbúa hreindýraveiðferðina? Prófdómarar okkar eru klárir í að taka á móti veiðimönnum nú þegar. Endilega heyrið í einhverjum af eftirtöldum prófdómurum og bókið tíma. 

Prófdómarar:

Davíð Hallgrímsson 865-5455

Finnur Steingrímsson 840-4813

Njáll Sigurðsson 833-7010

Skráning í próf: Hringja beint í prófdómara og bóka tíma hjá honum.    Gjald: 4500 kr. – Greiðist áður en próf er tekið.                                                    ATH. Öllum prófum þarf að vera lokið 30. júní.

Úrslit í BR50 sumarmóti

Mótahald vikunnar heldur áfram en fyrr í kvöld var haldið sumarmót BR50 í þónokkrum vindi.

16 keppendur tóku þátt og þar af 2 úr öðrum félögum en Skotfélagi Akureyrar. Gestirnir stóðu sig vel og fór svo að Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur fór með sigur af hólmi með 233 stig og 4 X, annar varð Jón Kristjánsson, Markviss með 224 stig og 5 X og þriðji varð heimamaðurinn Wimol Sudee (Bubbi) með 218 stig og 2 X.

Sigurvegarar í Sumarmóti BR50 F.v. Jón Kristjánsson, Kristján Arnarson og Wimol Sudee (Bubbi).

Nánari úrslit má sjá hér.

BR50 sumarmót

Að gefnu tilefni eru keppendur hvattir til að lesa sér til um keppnisreglur WRABF. http://www.wrabf.com/rules/WRABF%20&%20ERABSF%20RULEBOOK%202013-%202021.pdf
Ath. keppt verður í opnum flokki (sem felur í sér þá þrjá flokka riffla sem taldir eru upp í reglunum).

Hreyndýraskífumótið – úrslit

Þá er fyrsta hreyndýraskífumóti Skotfélagsins lokið í örlítið votu veðri en keppendur létu það ekki stoppa sig.

Skotið var úr prófbásunum á 100 m og 200 m færi á hreyndýraprófsskífur, 5 skot á 5 mín á hvora vegalengd. Samanlögð stig á 100 m og 200 m gilda.

Með sigur fór Wimol Sudee (Bubbi) með heildarskor upp á 92 stig, auk þess átti hann bestu skífuna á 100 m (49 stig). Annar varð Kristbjörn Tryggvason með heildarskor upp á 87 stig og þriðji varð Davíð Hallgrímsson með heildarskor upp á 86 stig. Bestu skífuna á 200 m átti Kristján Arnarson (SH) með 45 stig.

Verðlaunahafa Hreyndýraskífumóts Skotfélags Akureyrar 2018.
Kristbjörn, Bubbi og Davíð.

Nánari úrslit má nálgast hér.

 

 

Úrslit í Vormóti BR50

Vormóti í BR50 er lokið og var mjög góð þátttaka, 19 keppendur mættu til leiks, þar af 3 gestir og 2 unglingar.

Sigurvegari var Kristbjörn Tryggvason (Kiddi) með 241 stig og 8 X, annar varð Jón Kristjánsson, Skotfélaginu Markviss, einnig með 241 stig en 6 X og þriðji varð Bubbi (Wimol Sudee) með 235 stig og 3X.

Úrslit má sjá hér

Sigurvegarar í vormóti BR50 4. júní 2018

Úrslit í páskamótum – riffilgreinar

Haldin voru þrenn páska-riffilmót laugardaginn 31. mars.

Fyrst var keppt í flokki óbreyttra veiðiriffla þar sem skotið var á tvö spjöld á 100 metrum (tvífótur og afturpúði leyfður).
Finnur Steingrímsson vann með fullu húsi stiga eða 100 stig og 3 X, annar var Arnar Oddson með 99 stig og 3 X og þriðji varð Davíð Jens Hallgrímsson með 98 stig og 2 X.

Því næst tók við mót í flokki breyttra veiðiriffla/tactical/custom þar sem skotið var á 2 blöð VRS á 200 m.
Wimol Sudee (Bubbi) vann með 99 stig, annar var Davíð Jens Hallgrímsson með 98 stig og 2 X og þriðji varð Finnur Steingrímsson með 97 stig.

Að lokum var Benchrest keppni þar sem skotið var 25 skotum á 100 m.
Wimol Sudee (Bubbi) vann með fullu húsi stiga eða 250 stig og 14 X, annar var Gylfi Sigurðsson (Skotfélagi Húsavíkur) einnig með fullt hús stiga eða 250 stig og líka 14 X og þriðji varð Jón B. Kristjánsson (Markviss) einnig með fullt hús stiga og 13 X.

This slideshow requires JavaScript.

Paskamot_rifflar