Landsmót nr.2 í Compak sporting

Landsmót nr.2 í Compak sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Akureyrar um helgina í frábærum félagsskap og geggjuðu veðri. Í karlaflokki sigraði Ævar Sveinn Sveinsson úr SÍH með 178 stig, Þórir Guðnason úr SÍH varð annar með 176 eftir bráðabana við Jóhann Ævarsson úr SA. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 154 stig, Líf Katla Angelica úr SA varð önnur með 128 stig og Guðrún Hjaltalín úr SKA þriðja með 119 stig. Í unglingaflokki sigraði Felix Jónsson úr SÍH með 167 stig, Viðar Hilmarsson úr SA varð annar með 159 stig og í þriðja sæti Friðbert Bjarkason úr SR með 75 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SÍH með 520 stig, önnur B-sveit SÍH og í 3ja sæti A-sveit SA. Okkur hjá Skotfélagi Akureyrar langar að þakka keppendum og öðrum gestum kærlega fyrir komuna og frábæra samveru um helgina.

Íslandsmót BR50

Dagana 17.-18. júlí var haldið Íslandsmót í BR50 hjá Skotfélagi Akureyrar í blíðskaparveðri.

Keppt var í þremur flokkum: Sporter – 10 keppendur, Light Varmint – 11 keppendur og Heavy Varmint – 11 keppendur, úr sjö félögum.

Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur vann í Sporter og Heavy Varmint, Wimol Sudee, Skotfélagi Húsavíkur vann í Light Varmint.
Sóley Þórðardóttir, Skotfélagi Akureyrar vann í flokki unglinga í Sporter og Light Varmint. 
Nánari upplýsingar um  úrslit eru hér neðar.

Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum og keppendum sem tekin var seinni keppnisdaginn.

2021 ISLMOT BR50 SA1718jul Sporter
2021 ISLMOT BR50 SA1718jul L-Varmint
2021 ISLMOT BR50 SA1718jul H-Varmint

Landsmót CS (Arctic shooting open)

Þá er frábæri helgi lokið hjá Skotfélagi Akureyrar þar sem fram fór Landsmót í Compak Sporting (Arctic shotting open) í frábæru skotveðri og félagsskap. Jón Valgeirsson frá SÍH bar sigur úr bítum í karlaflokki, Snjólaug María Jónsdóttir frá Markviss sigraði í kvennaflokki og Viðar Hilmarsson frá SA í unglinglingaflokki. Samhliða mótinu var einnig liðakeppni þar sem A-sveit SÍH bar sigur úr bítum. Skotfélag Akureyrar þakkar keppendum öllum kærlega fyrir komuna og frábæra samveru alla helgina. 

Benelli mótið 2021

Fyrsta mót sumarsins fór fram í dag og að sjálfsögðu í blíðskaparveðri. Mótið var í boði Veiðihúsið saka/Benelli og var Kjarri umboðsmaður mætti norður með troðfullan bíl af verlaunum.
Úrslit mótsins voru þannig að í flokknum óvanir varð Þorsteinn í 3.sæti á 35.dúfum Hallur í 2.sæti á 50.dúfum og Heimir í 1.sæti á 58.dúfu Í flokknum vanir fór þannig að Gunnar Þór varð í 3.sæti á 66.dúfum Bragi Óskars í 2.sæti á 69.dúfum og Teddi í 1.sæti á 70.dúfum.
Voru keppendur sammála um að þetta hefði verið gríðarlega skemmtilegt og vel skipulagt mót. Að endingu langar okkur hjá Skotfélagi Akureyrar að þakka keppendum og Veiðihúsinu Sökku kærlega fyrir að gera daginn og mótið svona frábært.

SA fólk í loftgreinum að gera það gott

Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var loks haldið í dag í Egilshöllinni í Grafarvogi. Keppt var bæði í loftskammbyssu og loftriffli. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 521 stig og í þriðja sæti varð Þorbjörg Ólafsdóttir úr SA með 511 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr SA með 520 stig, annar varð Ingvar Bremnes úr SÍ með 519 stig og í þriðja sæti Hannes H. Gilbert úr SFK með 498 stig. Í stúlknaflokki sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 498 stig, önnur varð Bryndís A. Magnúsdóttir úr SA með 464 stig og í þriðja sæti varð Sesselja Þórðardóttir úr SA með 371 stig.
Í keppni með loftriffli sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR með 587,8 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr SR með 559,8 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 521,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 571,2 stig. Í stúlknaflokki sigraði Hafdís R. Heiðarsdóttir úr SA með 500,5 stig og í öðru sæti Klaudia A. Jablonska úr SA með 456,9 stig. Nánar á www.sti.is og www.sr.is

Landsmót Compak Sporting 20.-21. júlí 2020

Um helgina verður Landsmót í Compak Sporting haldið á svæði Skotfélags Akureyrar, frá kl.10 til 15 báða dagana. 

Því verða haglavellir svæðisins lokaðir meðan á móti stendur en allir sem hafa áhuga á að koma og fylgjast með mótinu eru velkomnir á svæðið.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með framvindu mótsins.

Landsmót Akureyri 20.-21. júlí

 

Opnunartími og skotpróf

Heil og sæl, er ekki komin tími til að viðra hólkinn og taka Sporting, skeet eða riffilæfingu?  Nú hefur sumaropnunartími okkar tekið gildi og má sjá hvenig hann er hér einnig eru skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn komin á fulla ferð, við hvetjum nú þá sem þurfa að taka próf að gera það í tíma og bóka hjá prófdómurum okkar sem fyrst til að komast hjá örtröð.