Búið er að uppfæra opnunartíma Skotfélags Akureyrar á heimasíðu undir flipanum opnunartímar 2023.
Enn það er komi að því að opna og er fyrsta opnun í kvöld. Opið verður frá 18-22 og að sjálfsögðu er heitt á könnunni.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Búið er að uppfæra opnunartíma Skotfélags Akureyrar á heimasíðu undir flipanum opnunartímar 2023.
Enn það er komi að því að opna og er fyrsta opnun í kvöld. Opið verður frá 18-22 og að sjálfsögðu er heitt á könnunni.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Minningamótið um Gísla Ólafsson var haldið í blíðskaparveðri í kvöld 😎 Mætingin var með eindæmum góð og mikil gleði við völd. Leikar fóru þannig að Jói Ævars sigraði á 69 dúfum, í öðru sæti varð Hilmar á 68 eftir bráðabana við Bubba sem endaði þriðji. 👍
Riffilhús verður lokað fyrir félagsmenn á laugardaginn 13.maí frá kl.12-17 vegna skotkeppni sem þar fer fram.
Daniel Logi Heiðarsson tók um helgina þátt í sínu fyrsta skeet móti á erlendri grundu. Mótið var haldið í Danmörku Árangurinn tvö brons verðlaun, annað í B flokki á mótinu og svo varð hann þriðji í flokki unglinga Daniel hann skaut 107 af 125 sem sagt glæsilegt.
Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík þann 6.nóvember. Í unglingaflokki kvenna sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 520 stig og í öðru sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir með 405 stig. Erum við hjá Skotfélagi Akureyrar að vonum ánægð með Sóley og óskum henni innilega til hamingju með titilinn.
Íslandsmeistaramót í Compak Sporting var haldið af Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi um helgina. Stefán Gaukur Rafnsson ofurskytta frá Skotfélag Akureyrar varð Íslandsmeistari 2021 eftir æsispennandi bráðabana við Ævar Svein Sveinson fyrrum Íslandsmeistara í greininni eftir að hafa báðir skotið 187.dúfur af 200. Í bráðarbana skaut Ævar 22.dúfur en Stefán Gaukur 23.dúfur. Og erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Einnig eignaðist Skotfélag Akureyrar fleiri Íslandsmeistara á þessu móti þar sem samhlið fer fram liðakeppni, Skotfélag Akureyrar átti auðvitað vaska sveit manna á mótinu (svokölluð ofursveit) sem var skipuð Stafáni Gauk, Ragnari Má Helagasyni og Gunnari Þór Þórarnarsyni. og voru þeir með 547.stig og óskum við þeim innilega til hamingju.
VeiðirifflamótiÐ fór fram á velli félagsins þann 12.ágúst og mættu til leiks 10.keppendur. Skotið var á þremur færum og skemst frá því að segja að Heiða Lára Guðmundsdóttir frá Skotgrund sigraði mótið, annar varð Krisatbjörn Tryggvason Skotak og þriðji varð Óskar Dóri Tryggvason
Íslandsmeistaramót í Skeet fór fram hjá Skotfélagi Suðurlands helgina 7.ágúst og átti Skotfélag Akureyrar nokkra kependur þar. En hann Daníel Logi Heiðarsson keppendi okkar varð Íslandsmeistari í unglingaflokki fjórða árið í röð og erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Daníel bíður spenntur eftir því að geta komist í flokk fullorðina þar sem hann á orðið fullt erindi.