Akureyrarmeistaramót BR50

Akureyrarmeistaramót í BR50 var haldið sunnudaginn 23. ágúst, þar sem skotið var á tvö blöð.

10 keppendur tóku þátt í sporterflokki þar sem Pétur Már Ólafsson, Skotfélagi Snæfellsness sigraði mótið með 474 stig, annar varð Kristbjörn Tryggvason og jafnframt Akureyrarmeistari í BR50 – Sporter og þriðja varð Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir einnig úr Skotfélagi Snæfellsness.

10 keppendur tóku einnig þátt í Varmint flokki þar sem Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur, sigraði mótið með 494 stig, önnur varð Rosa Maria einnig úr Skotfélagi Húsavíkur og þriðji varð Arnar Oddsson og jafnframt Akureyrarmeistari í BR50 – Varmint. 

Það má því segja að gestirnir okkar komu sáu og sigruðu. 

 

hér  er hægt að sjá nánari úrslit, myndir væntanlegar.

Íslandsmeistaramót Compak sporting 2020

Um helgina (25.-26. júlí) verður Íslandsmót í Compak sporting haldið á svæði Skotfélags Akureyrar, frá kl.10 til 16 báða dagana. 46 keppendur eru skráðir til leiks og verður því líf og fjör á svæðinu um helgina.

Á meðan á mótinu stendur verða haglavellir svæðisins lokaðir en allir sem hafa áhuga á að koma og fylgjast með mótinu eru velkomnir á svæðið.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með framvindu mótsins:

Íslandsmót í Compak sporting Akureyri 2020

 

Landsmót Compak Sporting 20.-21. júlí 2020

Um helgina verður Landsmót í Compak Sporting haldið á svæði Skotfélags Akureyrar, frá kl.10 til 15 báða dagana. 

Því verða haglavellir svæðisins lokaðir meðan á móti stendur en allir sem hafa áhuga á að koma og fylgjast með mótinu eru velkomnir á svæðið.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með framvindu mótsins.

Landsmót Akureyri 20.-21. júlí

 

Skotvís fundur.

Góðan daginn félagar.

Fundur verður annað kvöld, 9.júní kl:19:30 með formanni Skotvís                    Áka Ármanni. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Skotfélags Akureyrar (skotsvæði) Fundarefni: Rjúpnaveiðar á komandi tímabili, ný villidýralög, fyrirhugaður miðhálendis þjóðgarður, önnur mál.                        SKOTVEIÐIMENN ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA OG TAKA ÞÁTT Í UMRÆÐUM UM ÞESSI MIKILVÆGU MÁL.

Opnunartími og skotpróf

Heil og sæl, er ekki komin tími til að viðra hólkinn og taka Sporting, skeet eða riffilæfingu?  Nú hefur sumaropnunartími okkar tekið gildi og má sjá hvenig hann er hér einnig eru skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn komin á fulla ferð, við hvetjum nú þá sem þurfa að taka próf að gera það í tíma og bóka hjá prófdómurum okkar sem fyrst til að komast hjá örtröð.

Reglur eftir 4.maí

Riffilhús opnar þriðjudaginn 5. maí.
Það þarf að gæta varúðar og virða 2.m reglu og þrífa eftir sig snertifleti með spritti sem verður á staðnum. Passa verður að hafa 1. borð á milli manna, 2.meiga vera saman við borð ef þeir koma saman. Hámark 4 inni og verður þvi að gilda leikskólareglan um að skiptast á.

Haglavellir opna 9.maí og verður opið um helgar út maí.
Sama á við á haglavöllum að halda 2.m reglu og hámark 30 mínútur i einu á hverjum velli.
Fjarstýringar verða í poka sem skipt er um eftir hvert holl af fólki.
Félagsheimilið er eingöngu notað þegar á að greiða fyrir hringi eða þess háttar.
Annars bíður fólk bara í bílnum.

Verið er að reyna fá upplysingar hvernig á að standa að hreindýraprófum og verður því komið til skila hér.

Vona að þetta gangi vel og fólk virði reglur og fjarlægðatakmarkanir