Akureyrarmeistaramót BR50

Akureyrarmeistaramót í BR50 var haldið sunnudaginn 23. ágúst, þar sem skotið var á tvö blöð.

10 keppendur tóku þátt í sporterflokki þar sem Pétur Már Ólafsson, Skotfélagi Snæfellsness sigraði mótið með 474 stig, annar varð Kristbjörn Tryggvason og jafnframt Akureyrarmeistari í BR50 – Sporter og þriðja varð Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir einnig úr Skotfélagi Snæfellsness.

10 keppendur tóku einnig þátt í Varmint flokki þar sem Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur, sigraði mótið með 494 stig, önnur varð Rosa Maria einnig úr Skotfélagi Húsavíkur og þriðji varð Arnar Oddsson og jafnframt Akureyrarmeistari í BR50 – Varmint. 

Það má því segja að gestirnir okkar komu sáu og sigruðu. 

 

hér  er hægt að sjá nánari úrslit, myndir væntanlegar.