Lokahóf Skotfélags Akureyrar

Lokahóf Skotfélags Akureyrar fór fram í gærkvöldi þar sem boðið var upp á frábæran mat og auðvitað smá drykk. Einnig var val á skotíþróttafólki okkar kynnt og er það eftirfarandi. Í unglingaflokki eru Daníel Logi Heiðarsson(272,4 stig) og Sóley Þórðardóttir (236stig) og í fullorðinsflokki Þórður Ívarsson (444,6 stig) og Þorbjörg Ólafsdóttir (276,2 stig) Því miður fyrirfórst að mynda þennan glæsilega hóp okkar en það verður gert síðar. Einnig var farið yfir alla Akureyrarmeistara okkar og þeim veitt verðlaun og vantar einnig myndir af þeim öllum þar sem ekki voru allir á staðnum. Svo auðvitað voru veit verðlaun fyrir lokamótin sem fram fóru í gær og má sjá meðfylgjandi myndir af því og skorinn. Stjórn félagsinns langar að þakka öllum sem mættu í gær á mótinn og lokahófið kærlega fyrir frábæran dag og einnig öðrum félagsmönnum sem tóku þátt í starfinu okkar í sumar.
Nú er bara að halda áfram að byggja upp aðstöðu okkar til að efla okkar frábæra íþróttafólk.

Lokað í dag á skotvelli!

Þar sem erfilega gengur að fá starfsmann verður völlurinn lokaður í dag. Einnig má það koma fram að næstkomandi laugardag verður völlurinn einnig lokaður þar sem fram fara mót sem tengjast lokahófi Skotfélags Akureyrar og lokahófs. En við hvetjum félagsmenn og konur til að taka þátt í þeirri dagskrá.