Akureyrarmót í loftgreinum var haldið í dag

Akureyrarmót í loftgreinum var haldið í dag í inniaðstöðu félagsins í íþróttahöllinni. 8 keppendur í loftskammbyssu og 6 í loftriffli.

Akureyrarmeistarar eru Sigríður L. Þorgilsdóttir í loftskammbyssu unglinga stúlkur, í öðru sæti endaði Sóley Þórðardóttir.

Sóley Þórðardóttir er Akureyrarmeistari í loftriffli unglinga stúlkur. Sigríður L. Þorgilsdóttir hafnaði í öðru sæti.

Þorbjörg Ólafsdóttir er Akureyrarmeistari í loftskammbyssu og loftriffli kvenna.

Þórður Ívarsson er Akureyrarmeistari í loftskammbyssu. Finnur Steingrímsson í öðru sæti og Logi Steinn Karlsson í þriðja sæti.

Þórður Ívarsson er Akureyrarmeistari í loftriffli karla. Logi Steinn Karlsson náði öðru sæti og Finnur Steingrímsson hafnaði í þriðja sæti.

Úrslit mótsins.

Úrslit í páskamótum – riffilgreinar

Haldin voru þrenn páska-riffilmót laugardaginn 31. mars.

Fyrst var keppt í flokki óbreyttra veiðiriffla þar sem skotið var á tvö spjöld á 100 metrum (tvífótur og afturpúði leyfður).
Finnur Steingrímsson vann með fullu húsi stiga eða 100 stig og 3 X, annar var Arnar Oddson með 99 stig og 3 X og þriðji varð Davíð Jens Hallgrímsson með 98 stig og 2 X.

Því næst tók við mót í flokki breyttra veiðiriffla/tactical/custom þar sem skotið var á 2 blöð VRS á 200 m.
Wimol Sudee (Bubbi) vann með 99 stig, annar var Davíð Jens Hallgrímsson með 98 stig og 2 X og þriðji varð Finnur Steingrímsson með 97 stig.

Að lokum var Benchrest keppni þar sem skotið var 25 skotum á 100 m.
Wimol Sudee (Bubbi) vann með fullu húsi stiga eða 250 stig og 14 X, annar var Gylfi Sigurðsson (Skotfélagi Húsavíkur) einnig með fullt hús stiga eða 250 stig og líka 14 X og þriðji varð Jón B. Kristjánsson (Markviss) einnig með fullt hús stiga og 13 X.

This slideshow requires JavaScript.

Paskamot_rifflar

Úrslit í Compak Sporting páskamótinu

Frábær mæting á páskamótið í haglagreinum þar sem notaðir voru nýju kastararnir og skotið 50 dúfna – Compak Sporting mót.

Jóhann Ævarsson vann mótið með 46 dúfur, annar var Elías Frímann með 44 dúfur og þriðji eftir bráðabana varð Einar Már Haraldsson með 43 dúfur.

 

This slideshow requires JavaScript.

Sporting31mars2018

Úrslit úr mótum helgarinnar

Mikið líf var á svæði Skotfélagsins um helgina, þegar þrenn haglabyssumót voru haldin.

Á föstudagskvöldinu var haldið byrjendamót í Sporting þar sem 8 keppendur mættu til leiks.

This slideshow requires JavaScript.

Laugardag og sunnudag var Norðurlandsmeistaramótið í skeet, þar sem einnig mættu 8 keppendur. Hér má sjá úrslit úr mótinu.

This slideshow requires JavaScript.

Að lokum var Eldhafsmótið í Sporting haldið seinnipart sunnudagsins, með 13 keppendum.

This slideshow requires JavaScript.

Páskamót 2017

Laugardaginn 15. apríl verða haldin hin árlegu páskamót Skotfélags Akureyrar. Skeet hefst kl.11 og verða skotnir 3 hringir (75 dúfur). Kl.11 hefst einnig VFS í flokki óbreyttra veiðiriffla. Kl.13 hefst svo VFS í opnum flokki og að síðustu kl.15 verður Benchrest HV. Nánar á mótaskrá félagsins. 

Mæting og skráning í hvert mót er 30 mín fyrir upphaf móts.

Íslandsmeistaramót

Félagar úr Skotfélaginu hafa skellt sér suður yfir heiðar á tvenn Íslandsmeistaramót nú í mars/apríl. Fyrra mótið var Íslandsmeistaramót í staðlaðri skammbyssu þar sem Grétar Mar gerði sér lítið fyrir og vann mótið, Þórður Ívarsson endaði í þriðja sæti. Aðrir keppendur voru þau: Haukur Fannar Möller sem skaut sig upp í 3. flokk og Þorbjörg Ólafsdóttir og Izar Arnar. 

Þann 1. apríl var haldið Íslandsmeistaramót í loftskammbyssu og átti félagið fimm keppendur þar, Þórður Ívarsson gerði sér lítið fyrir á sínu fyrsta móti í loftskammbyssu og endaði fjórði á mótinu og skaut sig upp í 3. flokk (á 2.flokks-skori) og í unglingaflokki karla varð Heimir Þorláksson Íslandsmeistari með 489 stig, í öðru sæti varð Skarphéðinn Jónsson með 485 stig og í því þriðja var Símon Ingólfsson. Finnur Steingrímsson tók einnig þátt í mótinu og varð annar í sínum flokki.