Fyrr í kvöld var byrjendamót í Compak Sporting haldið á svæði Skotfélagsins. 8 keppendur tóku þátt og stóð Daníel Logi Heiðarsson uppi sem sigurvegari með 41 dúfu af 50. Annar var Jónas Jóhannsson með 40 dúfur og þriðji Sigfús Heiðar með 34 dúfur.

Fyrr í kvöld var byrjendamót í Compak Sporting haldið á svæði Skotfélagsins. 8 keppendur tóku þátt og stóð Daníel Logi Heiðarsson uppi sem sigurvegari með 41 dúfu af 50. Annar var Jónas Jóhannsson með 40 dúfur og þriðji Sigfús Heiðar með 34 dúfur.
11 keppendur mættu til leiks á árlegu Artic shooting móti Skotfélags Akureyrar, í ár var keppt samtímis á báðum compak sporting völlum félagsins og skotnar 100 dúfur.
Sigurvegari mótsins var Gunnar Þór með 90 dúfur. Annar var Jóhann Ævars með 87 og þriðji Bragi Óskars með 85 dúfur.
Ath. smávægilegar breytingar voru gerðar á mótaskránni í ágúst.
Þá er fyrsta hreyndýraskífumóti Skotfélagsins lokið í örlítið votu veðri en keppendur létu það ekki stoppa sig.
Skotið var úr prófbásunum á 100 m og 200 m færi á hreyndýraprófsskífur, 5 skot á 5 mín á hvora vegalengd. Samanlögð stig á 100 m og 200 m gilda.
Með sigur fór Wimol Sudee (Bubbi) með heildarskor upp á 92 stig, auk þess átti hann bestu skífuna á 100 m (49 stig). Annar varð Kristbjörn Tryggvason með heildarskor upp á 87 stig og þriðji varð Davíð Hallgrímsson með heildarskor upp á 86 stig. Bestu skífuna á 200 m átti Kristján Arnarson (SH) með 45 stig.
Glæsilegu og fjölmennu Íslandsmóti í Compak sporting lauk í dag.
37 keppendur mættu til keppni, þar af 3 í kvennaflokki. Skotnar voru 100 dúfur á tveimur dögum, á tveimur völlum.
Boðið var til grillveislu á laugaragskvöldi þar sem grilluð voru lambalæri og boðið upp á meðlæti.
Sigurvegarar og fyrstu Íslandsmeistararnir í Compak Sporting voru Gunnar Gunnarsson og Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, bæði í Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir (SFS) í öðru sæti og Snjólaug M. Jónsdóttir (MAV). Í karlaflokki varð Þórir Guðnason (SIH) annar og Aron Kristinn Jónsson (SIH) varð þriðji.
Vormóti í BR50 er lokið og var mjög góð þátttaka, 19 keppendur mættu til leiks, þar af 3 gestir og 2 unglingar.
Sigurvegari var Kristbjörn Tryggvason (Kiddi) með 241 stig og 8 X, annar varð Jón Kristjánsson, Skotfélaginu Markviss, einnig með 241 stig en 6 X og þriðji varð Bubbi (Wimol Sudee) með 235 stig og 3X.
Akureyrarmeistaramót í staðlaðri skammbyssu var haldið í inniaðstöðu félagsins í Íþróttahöllinni mánudagskvöldið 4. júní.
Metþáttaka var á mótinu en það kepptu 10 manns og fór svo að Þórður Ívarsson stóð uppi sem sigurvegari og Akureyrarmeistari í staðlaðri skammbyssu árið 2018. Annar var Brynjar Lyngmo og þriðji Rúnar Ingi Guðjónsson.
15 keppendur mættu til leiks föstudagskvöldið 25. maí og skutu fyrsta Compak Sporting mótið sem Skotfélag Akureyrar heldur.
Skotnar voru 100 dúfur á tveimur völlum.
Eftir harða baráttu og bráðabana um 3. sætið endaði mótið þannig að Bragi Óskarsson vann mótið með 92 dúfur, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson með 88 dúfur og í þriðja sæti Jóhann Ævarsson með 81 dúfu.
Akureyrarmót í loftgreinum var haldið í dag í inniaðstöðu félagsins í íþróttahöllinni. 8 keppendur í loftskammbyssu og 6 í loftriffli.
Akureyrarmeistarar eru Sigríður L. Þorgilsdóttir í loftskammbyssu unglinga stúlkur, í öðru sæti endaði Sóley Þórðardóttir.
Sóley Þórðardóttir er Akureyrarmeistari í loftriffli unglinga stúlkur. Sigríður L. Þorgilsdóttir hafnaði í öðru sæti.
Þorbjörg Ólafsdóttir er Akureyrarmeistari í loftskammbyssu og loftriffli kvenna.
Þórður Ívarsson er Akureyrarmeistari í loftskammbyssu. Finnur Steingrímsson í öðru sæti og Logi Steinn Karlsson í þriðja sæti.
Þórður Ívarsson er Akureyrarmeistari í loftriffli karla. Logi Steinn Karlsson náði öðru sæti og Finnur Steingrímsson hafnaði í þriðja sæti.