Lokað í dag á skotvelli!

Þar sem erfilega gengur að fá starfsmann verður völlurinn lokaður í dag. Einnig má það koma fram að næstkomandi laugardag verður völlurinn einnig lokaður þar sem fram fara mót sem tengjast lokahófi Skotfélags Akureyrar og lokahófs. En við hvetjum félagsmenn og konur til að taka þátt í þeirri dagskrá.

Lokahóf 6. október

Lokahóf Skotfélagsins verður á laugardaginn 6. október, mæting er kl.10 upp á skotsvæði. Keppt verður English Sporting og þríþraut kúlugreina.
Í English Sporting verða skotnir þrír hringir. mótagjald: 3500 kr. (innifalið hringir/dúfur).
Í þríþraut kúlugreina verður breyting á en þar verður skotið VFS með veiðirifflum, 2 blöð =10 skot, BR 50, 25 skot og silhouettur 10 skot (40 og 60 m), mótagjald 2000 kr.

Þegar skotkeppnum er lokið fara menn heim og skipta yfir í sparigírinn og hittast aftur yfir sameiginlegum kvöldverði sem hefst kl.19:00. í félagsheimili okkar. Matseðill og fleira verður svo auglýst betur þegar nær dregur.

Íslandsmótið í Skeet um helgina

Íslandsmótið í Skeet fór fram um helgina á velli Skotfélags Reykjavíkur.

Íslandsmeistari í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar og í öðru sæti varð Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands.

Í karlaflokki varð Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari, annar varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar og í þriðja sæti Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakeppni karla varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands Íslandsmeistari en hana skipuðu Hákon Þ.Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Aðalsteinn Svavarsson.

Í öldungaflokki varð Davíð Ingason úr Skotíþróttafélagi Suðurlands Íslandsmeistari.

Í kvennaflokki varð Snjólaug María Wium Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss Íslandsmeistari, önnur varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og í þriðja sæti Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakeppni kvenna setti lið Skotfélags Reykjavíkur nýtt Íslandsmet en sveitina skipa Dagný H. Hinriksdóttir, Eva Ósk Skaftadóttir og Þórey Inga Helgadóttir.