Lokahóf 6. október

Lokahóf Skotfélagsins verður á laugardaginn 6. október, mæting er kl.10 upp á skotsvæði. Keppt verður English Sporting og þríþraut kúlugreina.
Í English Sporting verða skotnir þrír hringir. mótagjald: 3500 kr. (innifalið hringir/dúfur).
Í þríþraut kúlugreina verður breyting á en þar verður skotið VFS með veiðirifflum, 2 blöð =10 skot, BR 50, 25 skot og silhouettur 10 skot (40 og 60 m), mótagjald 2000 kr.

Þegar skotkeppnum er lokið fara menn heim og skipta yfir í sparigírinn og hittast aftur yfir sameiginlegum kvöldverði sem hefst kl.19:00. í félagsheimili okkar. Matseðill og fleira verður svo auglýst betur þegar nær dregur.