Starfsmannamál!

Þá er leit okkar hafin af starfsmanni á svæði okkar. Endilega að hafa samband ef þú veist um einhvern sem passar við eftirfarandi auglýsingu nema hún bara passi hreinlega við þig. Frekari upplýsingar veitir formaður í síma: 849-8315

Kjör á íþróttafólki Akureyrar 2018

Í gær fór fram kjör á íþróttamanni/konu Akureyrar 2018.
Þar áttum við fjóra fulltrúa í hópi þeirra sem tilnefnd voru. Einnig fengum við viðurkenningu fyrir að eiga tvo íslandsmeistara og einn landsliðsmann. Við getum verið stolt af okkar glæsilega íþróttafólki og frábærum árangri hjá félaginu.

Áramót Skotak

Skotfélag Akureyrar óskar félögum sínum og landsmönnum öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Einnig langar okkur að minna á gamlársmót okkar í hagla og riffilgreinum. Mótið mun fara fram þann 30.des á skotsvæði félagsins og hefst kl.16:00 Í haglagreinum verður skot í myrkri á 50.dúfur á gamla sporting velli við ljós en í riffilgreinum verður skotið með veiðirifflum með tvífæti á 2 blöð VFS á 100metrum. Einn opinn flokkur riffla. Einnig minnum við á mót í loftgreinum verða haldið laugardaginn 29. des. kl. 13 í inniaðstöðunni
Kv Stjórnin

Enn ein bætingin á Íslandsmetinu í loftskammbyssu stúlkna

Um síðustu helgi fór fram landsmót í loftgreinum hjá Skotdeild Keflavíkur og átti Skotfélag Akureyrar fimm keppendur á mótinu sem allir stóðu sig vel. En á mótinu bætti Sigríður Íslandsmet stúlkna  í loftskammbyssu og er það komið í 492 stig.

Þórður Ívarsson vann karlaflokkinn og Izaar Arnar Þorsteinsson varð þriðji. Í kvennaflokki endaði Þorbjörg Ólafsdóttir einnig í þriðja sæti. Í stúlknaflokki sigraði Sigríður L. Þorgilsdóttir sem fyrr segir á nýju Íslandsmeti og Sóley Þórðardóttir varð önnur. Stúlkurnar og Þorbjörg mynduðu einnig kvennalið sem endaði í öðru sæti á eftir kvennaliði Skotíþróttafélags Kópavogs.

F.v. Þorbjörg, Sigríður, Þórður, Sóley og Izaar.

Það má því segja að keppendur okkar eru að gera góða hluti á mótum vetrarins í loftgreinum en Þórður hefur unnið öll loftskammbyssumót vetrarins og stúlkurnar bætt Íslandsmetið á hverju móti sem haldið hefur verið í vetur.

Fyrsta landsmóti vetrarins í loftgreinum lokið

Fyrsta landsmót í loftgreinum þetta keppnistímabilið var haldið í Borgarnesi laugardaginn 28. október. Skotfélag Akureyrar átti fimm keppendur á mótinu í loftskammbyssu, sem öll unnu til verðlauna.

Þorbjörg, Izaar, Þórður, Sóley og Sigríður

Þórður Ívarsson vann loftskammbyssu karla með 538 stig og Izaar A. Þorsteinsson varð annar með 514 stig. Þorbjörg Ólafsdóttir varð önnur í loftskammbyssu kvenna með 514 stig. Í unglingaflokki kepptu Sóley Þórðardóttir og Sigríður L. Þorgilsdóttir og bættu báðar sinn persónulega árangur á móti og báðar með skor sem var hærra en Íslandsmetið frá í vor. En Sigríður var með 485 stig og Sóley með 489 stig á nýju Íslandsmeti stúlkna í loftskammbyssu.

Sóley og Sigríður

Lokahóf Skotfélags Akureyrar

Lokahóf Skotfélags Akureyrar fór fram í gærkvöldi þar sem boðið var upp á frábæran mat og auðvitað smá drykk. Einnig var val á skotíþróttafólki okkar kynnt og er það eftirfarandi. Í unglingaflokki eru Daníel Logi Heiðarsson(272,4 stig) og Sóley Þórðardóttir (236stig) og í fullorðinsflokki Þórður Ívarsson (444,6 stig) og Þorbjörg Ólafsdóttir (276,2 stig) Því miður fyrirfórst að mynda þennan glæsilega hóp okkar en það verður gert síðar. Einnig var farið yfir alla Akureyrarmeistara okkar og þeim veitt verðlaun og vantar einnig myndir af þeim öllum þar sem ekki voru allir á staðnum. Svo auðvitað voru veit verðlaun fyrir lokamótin sem fram fóru í gær og má sjá meðfylgjandi myndir af því og skorinn. Stjórn félagsinns langar að þakka öllum sem mættu í gær á mótinn og lokahófið kærlega fyrir frábæran dag og einnig öðrum félagsmönnum sem tóku þátt í starfinu okkar í sumar.
Nú er bara að halda áfram að byggja upp aðstöðu okkar til að efla okkar frábæra íþróttafólk.