Silhouette mót 20. júní

Sumarmót félagsins í silhouettu var haldið miðvikudagskvöldið 20. júní í sól og flottu veðri.

Skotið var á 40 dýr, 5 á hverju færi (40, 60, 77 og 100 m.).

Óskar Halldór Tryggvason stóð uppi sem sigurvegari með 7 felld dýr, annar varð Bubbi – Wimol Sudee einnig með 7 dýr (en færri kalkúna en Dóri) og þriðja varð Þorbjörg Ólafsdóttir einnig með 7 dýr (en ennþá færri kalkúna).

 

Keppendur á Silhouettu móti 20. júní 2018

Nánari úrslit má sjá hér.

Íslandsmótið í Compak Sporting

Föstudaginn 9. júní verður opið á svæðinu fyrir keppendur frá kl.17-22 að auki verður lengri opnun fimmtudaginn 8. júní eða frá kl.17-22.

Mótssetning verður laugardaginn 9. júní kl.10:30 og óskað eftir að keppendur mæti á svæðið kl.10. Keppni hefst síðan kl.11 laugardaginn 9. júní (ath. breyttur tími). Sunnudaginn 10. júní hefst keppni kl. 10

Riðlaskipting og nánari tímasetningar væntanlegar.

Riðlaskipting

Lokað á svæðinu 9.-10. júní

Vinsamlegast athugið að lokað verður á svæðinu fyrir almennar æfingar laugardaginn 9. júní og sunnudaginn 10. júní vegna mótahalds, það á við um riffilhús og haglavelli.

Þessa helgi verður fyrsta Íslandsmótið í Compak Sporting haldið á Íslandi og eru allir velkomnir að kíkja við og fylgjast með keppninni.

Ný stjórn og fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Skotfélags Akureyrar var haldinn í félagsheimilinu á Glerárdal síðastliðið mánudagskvöld.

Á fundinum var ný stjórn kosin og eftir jafna kosningu er stjórnin skipuð:

Formaður: Ómar Örn Jónsson, sem var kosinn í fyrra til tveggja ára.
Aðalstjórn: Sigurður Áki Sigurðsson og Finnur Steingrímsson, kosnir í fyrra til tveggja ára. Nýir inn núna til tveggja ára eru: Bragi Óskarsson og Davíð Hallgrímsson.
Varamenn: Kristbjörn Tryggvason, kosinn í fyrra til tveggja ára og Jóhann Ævarsson kosinn í ár til tveggja ára.

Samþykkti fundurinn hækkun á árgjaldi fyrir næsta ár (2019) um 1.000 kr í 8.000 kr. Makar og 67 ára og eldri greiða 4.000 kr. Ungmenni 15-19 ára greiða 3.500 kr.

Einnig voru samþykktar nýjar reglur um Akureyrarmeistara og skotmenn ársins. Þær eru væntanlegar á heimasíðuna.

 

Úrslit úr páskamótum – loftgreinar

Keppt var í loftskammbyssu og loftriffli í páskamótum loftgreina þetta árið.

í loftskammbyssu, fullorðins flokki, vann Þórður Ívarsson með 349 stig, annar varð Finnur Steingrímsson með 345 stig og í þriðja sæti var Haukur Fannar Möller með 322 stig. Í unglingaflokki vann Sóley Þórðardóttir með 293 stig og önnur var Sigríður Láretta Þorgilsdóttir með 283 stig.

Í loftriffli, fullorðins flokki, vann Finnur Steingrímsson með 187 stig, annar varð Logi Steinn Karlsson með 178 stig og þriðji varð Þórður Ívarsson með 169 stig. Í unglingaflokki vann Sigríður Láretta Þorgilsdóttir með 157 stig og Sóley Þórðardóttir varð önnur með 153 stig.

This slideshow requires JavaScript.

Paskamot_loftgreinar

 

 

Páskamótin 2018

Nú styttist í páska og menn og konur orðin spennt að fá að skjóta smá.
Eins og vanalega verður laugardagurinn þéttpakkaður mótum.

Riffilmót: Keppni með óbreyttum veiðirifflum hefst kl 10.00 og er skotið á tvö spjöld á 100 metrum af tvífæti og afturpúði leyfður.
Kl 12.00 byrjar keppni með breyttum veiðirifflum / tactical / custom og er skotið á 2 blöð VFS á 200 metrum. Tvífótur og afturpúði leyfður.
Að lokum er svo Benchrest keppni þar sem skotið er 25 skotum á 100 metrum. Gilda þar allar reglur um keppni í HV flokki. Rifflar allt að 6,123 kg. Byrjar kl 14.00 eða þegar veiðiriffla flokkurinn er búinn.
Haglamót byrjar kl.12 og verða skotnar 50 dúfur með Compakskeet style.

Páskamót í loftgreinum verður föstudaginn 30. mars í inniaðstöðu félagsins í Íþróttahöllinni. Mótið hefst kl. 14.

Páskaegg í verðlaun Tengd mynd

Úrslit í mótum helgarinnar

Þá er mótum helgarinnar lokið en Skotfélag Akureyrar hélt tvenn landsmót, annarsvegar í sport skammbyssu og hinsvegar í gróf skammbyssu.

5 keppendur voru skráðir til leiks á bæði mótin.

Sport skammbyssumótið var haldið laugardaginn 17. feb og fór þannig að Þórður Ívarsson vann mótið með 535 stigum og skaut sig upp í 2. flokk. Önnur varð Þorbjörg Ólafsdóttir með 511 stig og þriðji varð Haukur F.  Möller með 465 stig.

Gróf skammbyssumótið var haldið sunnudaginn 18. feb og fór þannig að Þórður Ívarsson vann mótið með 498 stigum og er einnig Akureyrarmeistari í gróf skammbyssu þetta árið. Annar varð Finnur Steingrímsson með 488 stig og þriðja varð Þorbjörg Ólafsdóttir með 475 stig.

Úrslit Landsmót Sport skammbyssa 17. febrúar 2018
Úrslit Landsmót Gróf skammbyssa 18. febrúar 2018