Sumarmót í Silhouettu skotfimi

Fimmtudagskvöldið 22. júní verður haldið sumarmót í Silhouettu skotfimi. Skotið er með 22lr. rifflum. Mótið hefst kl.19 og er mæting og lokaskráning 18:30 á svæði félagsins í Glerárdal.

Skotið á 20 silhouettur af fjórum mismunandi stærðum, 5 stk af hverri stærð, á mismunandi færum, eftir stærð dýranna.
Skotið með .22 cal rifflum með sjónaukum úr standandi stöðu.
Færin sem notuð eru: 40, 60, 77 og 100 m

Myndaniðurstaða fyrir silhouette shooting

Páskamót 2017

Laugardaginn 15. apríl verða haldin hin árlegu páskamót Skotfélags Akureyrar. Skeet hefst kl.11 og verða skotnir 3 hringir (75 dúfur). Kl.11 hefst einnig VFS í flokki óbreyttra veiðiriffla. Kl.13 hefst svo VFS í opnum flokki og að síðustu kl.15 verður Benchrest HV. Nánar á mótaskrá félagsins. 

Mæting og skráning í hvert mót er 30 mín fyrir upphaf móts.

Íslandsmeistaramót

Félagar úr Skotfélaginu hafa skellt sér suður yfir heiðar á tvenn Íslandsmeistaramót nú í mars/apríl. Fyrra mótið var Íslandsmeistaramót í staðlaðri skammbyssu þar sem Grétar Mar gerði sér lítið fyrir og vann mótið, Þórður Ívarsson endaði í þriðja sæti. Aðrir keppendur voru þau: Haukur Fannar Möller sem skaut sig upp í 3. flokk og Þorbjörg Ólafsdóttir og Izar Arnar. 

Þann 1. apríl var haldið Íslandsmeistaramót í loftskammbyssu og átti félagið fimm keppendur þar, Þórður Ívarsson gerði sér lítið fyrir á sínu fyrsta móti í loftskammbyssu og endaði fjórði á mótinu og skaut sig upp í 3. flokk (á 2.flokks-skori) og í unglingaflokki karla varð Heimir Þorláksson Íslandsmeistari með 489 stig, í öðru sæti varð Skarphéðinn Jónsson með 485 stig og í því þriðja var Símon Ingólfsson. Finnur Steingrímsson tók einnig þátt í mótinu og varð annar í sínum flokki.