Lokahóf Skotfélagsins 7. október

Lokahóf Skotfélags Akureyrar verður með smá nýbreytni þetta árið þar sem keppnir í hagla og riffilgreinum hefjast kl.10:00 og verða kláraðar.
Svo er ætlast til að fólk fari heim og komi sér í betrigallann og mæti til veislu um kl.19:00. Staðsetning og skipulag á því er ekki alveg komin á hreint en verður auglýst betur síðar.

Gott væri að félagsmenn skrái sig á viðburðinn á síðu félagsins á Fésbókinni, um það hvort það hyggist taka þátt svo meta megi magn af veitingum og stærð á sal.

Opnunartími í ágúst 2017

Dagana 31.júlí til 3. ágúst verður opið kl.19 – 22.

Lokað verður um verslunarmannahelgina
(laugardag, sunnudag og mánudag).

Opnunartími í ágúst frá og með þriðjudeginum 8. ágúst verður kl. 18-21 á mánud., þriðjud., miðvikud. og fimmtudögum.

Áfram verður opið kl.13-17 um helgar (lau. og sun.)

Úrslit úr mótum helgarinnar

Mikið líf var á svæði Skotfélagsins um helgina, þegar þrenn haglabyssumót voru haldin.

Á föstudagskvöldinu var haldið byrjendamót í Sporting þar sem 8 keppendur mættu til leiks.

This slideshow requires JavaScript.

Laugardag og sunnudag var Norðurlandsmeistaramótið í skeet, þar sem einnig mættu 8 keppendur. Hér má sjá úrslit úr mótinu.

This slideshow requires JavaScript.

Að lokum var Eldhafsmótið í Sporting haldið seinnipart sunnudagsins, með 13 keppendum.

This slideshow requires JavaScript.

Úrslit í Sumarmóti BR50

Metþátttaka var í BR50 sumarmóti félagsins sem haldið var miðvikudaginn 5. júlí í blíðskaparveðri. 14 keppendur mættu til leiks og fengum við heimsókn frá Skotfélagi Austurlands og Markviss á Blönduósi.

Jónbi gerði sér lítið fyrir og vann mótið með 244 stig sem getur ekki annað en talist frábær árangur, Bubbi varð annar með 236 stig og þriðji varð Finnur með 235 stig. Sjá önnur úrslit á meðfylgjandi mynd.