11 keppendur mættu til leiks á árlegu Artic shooting móti Skotfélags Akureyrar, í ár var keppt samtímis á báðum compak sporting völlum félagsins og skotnar 100 dúfur.
Sigurvegari mótsins var Gunnar Þór með 90 dúfur. Annar var Jóhann Ævars með 87 og þriðji Bragi Óskars með 85 dúfur.
Sumarmót félagsins í silhouettu var haldið miðvikudagskvöldið 20. júní í sól og flottu veðri.
Skotið var á 40 dýr, 5 á hverju færi (40, 60, 77 og 100 m.).
Óskar Halldór Tryggvason stóð uppi sem sigurvegari með 7 felld dýr, annar varð Bubbi – Wimol Sudee einnig með 7 dýr (en færri kalkúna en Dóri) og þriðja varð Þorbjörg Ólafsdóttir einnig með 7 dýr (en ennþá færri kalkúna).
Þá er fyrsta hreyndýraskífumóti Skotfélagsins lokið í örlítið votu veðri en keppendur létu það ekki stoppa sig.
Skotið var úr prófbásunum á 100 m og 200 m færi á hreyndýraprófsskífur, 5 skot á 5 mín á hvora vegalengd. Samanlögð stig á 100 m og 200 m gilda.
Með sigur fór Wimol Sudee (Bubbi) með heildarskor upp á 92 stig, auk þess átti hann bestu skífuna á 100 m (49 stig). Annar varð Kristbjörn Tryggvason með heildarskor upp á 87 stig og þriðji varð Davíð Hallgrímsson með heildarskor upp á 86 stig. Bestu skífuna á 200 m átti Kristján Arnarson (SH) með 45 stig.
Glæsilegu og fjölmennu Íslandsmóti í Compak sporting lauk í dag.
37 keppendur mættu til keppni, þar af 3 í kvennaflokki. Skotnar voru 100 dúfur á tveimur dögum, á tveimur völlum.
Boðið var til grillveislu á laugaragskvöldi þar sem grilluð voru lambalæri og boðið upp á meðlæti.
Sigurvegarar og fyrstu Íslandsmeistararnir í Compak Sporting voru Gunnar Gunnarsson og Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, bæði í Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir (SFS) í öðru sæti og Snjólaug M. Jónsdóttir (MAV). Í karlaflokki varð Þórir Guðnason (SIH) annar og Aron Kristinn Jónsson (SIH) varð þriðji.
Vormóti í BR50 er lokið og var mjög góð þátttaka, 19 keppendur mættu til leiks, þar af 3 gestir og 2 unglingar.
Sigurvegari var Kristbjörn Tryggvason (Kiddi) með 241 stig og 8 X, annar varð Jón Kristjánsson, Skotfélaginu Markviss, einnig með 241 stig en 6 X og þriðji varð Bubbi (Wimol Sudee) með 235 stig og 3X.
Föstudaginn 9. júní verður opið á svæðinu fyrir keppendur frá kl.17-22 að auki verður lengri opnun fimmtudaginn 8. júní eða frá kl.17-22.
Mótssetning verður laugardaginn 9. júní kl.10:30 og óskað eftir að keppendur mæti á svæðið kl.10. Keppni hefst síðan kl.11 laugardaginn 9. júní (ath. breyttur tími). Sunnudaginn 10. júní hefst keppni kl. 10
Riðlaskipting og nánari tímasetningar væntanlegar.
Vinsamlegast athugið að lokað verður á svæðinu fyrir almennar æfingar laugardaginn 9. júní og sunnudaginn 10. júní vegna mótahalds, það á við um riffilhús og haglavelli.
Þessa helgi verður fyrsta Íslandsmótið í Compak Sporting haldið á Íslandi og eru allir velkomnir að kíkja við og fylgjast með keppninni.
Akureyrarmeistaramót í staðlaðri skammbyssu var haldið í inniaðstöðu félagsins í Íþróttahöllinni mánudagskvöldið 4. júní.
Metþáttaka var á mótinu en það kepptu 10 manns og fór svo að Þórður Ívarsson stóð uppi sem sigurvegari og Akureyrarmeistari í staðlaðri skammbyssu árið 2018. Annar var Brynjar Lyngmo og þriðji Rúnar Ingi Guðjónsson.