Akureyrarmeistaramót í staðlaðri skammbyssu

Akureyrarmeistaramót í staðlaðri skammbyssu var haldið í inniaðstöðu félagsins í Íþróttahöllinni mánudagskvöldið 4. júní.

Metþáttaka var á mótinu en það kepptu 10 manns og fór svo að Þórður Ívarsson stóð uppi sem sigurvegari og Akureyrarmeistari í staðlaðri skammbyssu árið 2018. Annar var Brynjar Lyngmo og þriðji Rúnar Ingi Guðjónsson.

Nánari úrslit má sjá hér.

Brynjar Lyngmo, Þórður Ívarsson og Rúnar Ingi Guðjónsson
Sigurvegarar í Akureyrarmeistaramóti í Staðlaðri skammbyssa 4. júní 2018