Silhouette mót 20. júní

Sumarmót félagsins í silhouettu var haldið miðvikudagskvöldið 20. júní í sól og flottu veðri.

Skotið var á 40 dýr, 5 á hverju færi (40, 60, 77 og 100 m.).

Óskar Halldór Tryggvason stóð uppi sem sigurvegari með 7 felld dýr, annar varð Bubbi – Wimol Sudee einnig með 7 dýr (en færri kalkúna en Dóri) og þriðja varð Þorbjörg Ólafsdóttir einnig með 7 dýr (en ennþá færri kalkúna).

 

Keppendur á Silhouettu móti 20. júní 2018

Nánari úrslit má sjá hér.