Nú á dögunum færði húsfélag Steinahlíð 2. okkur að gjöf forláta fánastöng til að geta flaggað á mótum og öðrum hátíðisdögum. Kunnum við gefendum bestu þakkir fyrir þessa frábæru gjöf. Nú er bara að koma fánastönginni upp fyrir komandi lokahóf.
Akureyrarmeistaramótið í sportskammbyssu
Akureyrarmeistaramótið í sportskammbyssu verður haldið á sunnudaginn (30.sept) í inniaðstöðu félagsins í Íþróttahöllinni. Mæting er kl.11, á sunnudaginn, til að staðfesta skráningu.
Opnun inniaðstöðu
Loftæfingar eru hafnar og er opið á mánudögum milli kl.20 og 21 í inniaðstöðu félagsins í kjallara Íþróttahallarinnar.
Lokað um helgina.
Því miður verður lokað hjá okkur vegna manneklu nú um helgina 22-23 september.
Lokahóf 6. október
Lokahóf Skotfélagsins verður á laugardaginn 6. október, mæting er kl.10 upp á skotsvæði. Keppt verður English Sporting og þríþraut kúlugreina.
Í English Sporting verða skotnir þrír hringir. mótagjald: 3500 kr. (innifalið hringir/dúfur).
Í þríþraut kúlugreina verður breyting á en þar verður skotið VFS með veiðirifflum, 2 blöð =10 skot, BR 50, 25 skot og silhouettur 10 skot (40 og 60 m), mótagjald 2000 kr.
Þegar skotkeppnum er lokið fara menn heim og skipta yfir í sparigírinn og hittast aftur yfir sameiginlegum kvöldverði sem hefst kl.19:00. í félagsheimili okkar. Matseðill og fleira verður svo auglýst betur þegar nær dregur.
Íslandsmótið í Skeet um helgina
Íslandsmótið í Skeet fór fram um helgina á velli Skotfélags Reykjavíkur.
Íslandsmeistari í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar og í öðru sæti varð Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands.
Í karlaflokki varð Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari, annar varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar og í þriðja sæti Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakeppni karla varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands Íslandsmeistari en hana skipuðu Hákon Þ.Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Aðalsteinn Svavarsson.
Í öldungaflokki varð Davíð Ingason úr Skotíþróttafélagi Suðurlands Íslandsmeistari.
Í kvennaflokki varð Snjólaug María Wium Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss Íslandsmeistari, önnur varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og í þriðja sæti Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakeppni kvenna setti lið Skotfélags Reykjavíkur nýtt Íslandsmet en sveitina skipa Dagný H. Hinriksdóttir, Eva Ósk Skaftadóttir og Þórey Inga Helgadóttir.
Úrslit í BR50 sumarmóti
Mótahald vikunnar heldur áfram en fyrr í kvöld var haldið sumarmót BR50 í þónokkrum vindi.
16 keppendur tóku þátt og þar af 2 úr öðrum félögum en Skotfélagi Akureyrar. Gestirnir stóðu sig vel og fór svo að Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur fór með sigur af hólmi með 233 stig og 4 X, annar varð Jón Kristjánsson, Markviss með 224 stig og 5 X og þriðji varð heimamaðurinn Wimol Sudee (Bubbi) með 218 stig og 2 X.
BR50 sumarmót
Að gefnu tilefni eru keppendur hvattir til að lesa sér til um keppnisreglur WRABF. http://www.wrabf.com/rules/WRABF%20&%20ERABSF%20RULEBOOK%202013-%202021.pdf
Ath. keppt verður í opnum flokki (sem felur í sér þá þrjá flokka riffla sem taldir eru upp í reglunum).
Byrjendamót í Skeet
Fyrr í kvöld var haldið byrjendamót í Skeet á svæði félagsins.
6 keppendur tóku þátt og fór Björgvin Grant með sigur á mótinu með 18 dúfur af 50. Annar varð Davíð Jónsson með 16 dúfur og í þriðja sæti endaði Rósa eftir bráðabana við Hallgrím Jónasson en þau voru bæði með 15 dúfur.
Byrjendamót í Compak sporting
Fyrr í kvöld var byrjendamót í Compak Sporting haldið á svæði Skotfélagsins. 8 keppendur tóku þátt og stóð Daníel Logi Heiðarsson uppi sem sigurvegari með 41 dúfu af 50. Annar var Jónas Jóhannsson með 40 dúfur og þriðji Sigfús Heiðar með 34 dúfur.