
Skotíþróttafólk Skotfélags Akureyrar 2021

Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík þann 6.nóvember. Í unglingaflokki kvenna sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 520 stig og í öðru sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir með 405 stig. Erum við hjá Skotfélagi Akureyrar að vonum ánægð með Sóley og óskum henni innilega til hamingju með titilinn.
Íslandsmeistaramót í Compak Sporting var haldið af Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi um helgina. Stefán Gaukur Rafnsson ofurskytta frá Skotfélag Akureyrar varð Íslandsmeistari 2021 eftir æsispennandi bráðabana við Ævar Svein Sveinson fyrrum Íslandsmeistara í greininni eftir að hafa báðir skotið 187.dúfur af 200. Í bráðarbana skaut Ævar 22.dúfur en Stefán Gaukur 23.dúfur. Og erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Einnig eignaðist Skotfélag Akureyrar fleiri Íslandsmeistara á þessu móti þar sem samhlið fer fram liðakeppni, Skotfélag Akureyrar átti auðvitað vaska sveit manna á mótinu (svokölluð ofursveit) sem var skipuð Stafáni Gauk, Ragnari Má Helagasyni og Gunnari Þór Þórarnarsyni. og voru þeir með 547.stig og óskum við þeim innilega til hamingju.
Íslandsmeistaramót í Skeet fór fram hjá Skotfélagi Suðurlands helgina 7.ágúst og átti Skotfélag Akureyrar nokkra kependur þar. En hann Daníel Logi Heiðarsson keppendi okkar varð Íslandsmeistari í unglingaflokki fjórða árið í röð og erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Daníel bíður spenntur eftir því að geta komist í flokk fullorðina þar sem hann á orðið fullt erindi.
Landsmót nr.2 í Compak sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Akureyrar um helgina í frábærum félagsskap og geggjuðu veðri. Í karlaflokki sigraði Ævar Sveinn Sveinsson úr SÍH með 178 stig, Þórir Guðnason úr SÍH varð annar með 176 eftir bráðabana við Jóhann Ævarsson úr SA. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 154 stig, Líf Katla Angelica úr SA varð önnur með 128 stig og Guðrún Hjaltalín úr SKA þriðja með 119 stig. Í unglingaflokki sigraði Felix Jónsson úr SÍH með 167 stig, Viðar Hilmarsson úr SA varð annar með 159 stig og í þriðja sæti Friðbert Bjarkason úr SR með 75 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SÍH með 520 stig, önnur B-sveit SÍH og í 3ja sæti A-sveit SA. Okkur hjá Skotfélagi Akureyrar langar að þakka keppendum og öðrum gestum kærlega fyrir komuna og frábæra samveru um helgina.
Dagana 17.-18. júlí var haldið Íslandsmót í BR50 hjá Skotfélagi Akureyrar í blíðskaparveðri.
Keppt var í þremur flokkum: Sporter – 10 keppendur, Light Varmint – 11 keppendur og Heavy Varmint – 11 keppendur, úr sjö félögum.
Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur vann í Sporter og Heavy Varmint, Wimol Sudee, Skotfélagi Húsavíkur vann í Light Varmint.
Sóley Þórðardóttir, Skotfélagi Akureyrar vann í flokki unglinga í Sporter og Light Varmint.
Nánari upplýsingar um úrslit eru hér neðar.
Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum og keppendum sem tekin var seinni keppnisdaginn.
Þá er frábæri helgi lokið hjá Skotfélagi Akureyrar þar sem fram fór Landsmót í Compak Sporting (Arctic shotting open) í frábæru skotveðri og félagsskap. Jón Valgeirsson frá SÍH bar sigur úr bítum í karlaflokki, Snjólaug María Jónsdóttir frá Markviss sigraði í kvennaflokki og Viðar Hilmarsson frá SA í unglinglingaflokki. Samhliða mótinu var einnig liðakeppni þar sem A-sveit SÍH bar sigur úr bítum. Skotfélag Akureyrar þakkar keppendum öllum kærlega fyrir komuna og frábæra samveru alla helgina.
Mótaskrá haglagreina 2021 kominn á heimasíðu okkar. Nú er bara að bíða eftir að mótanefnd riffilgreina komi með sína svo hægt sé að byrta hana líka.
Um helgina verður Landsmót í Compak Sporting haldið á svæði Skotfélags Akureyrar, frá kl.10 til 15 báða dagana.
Því verða haglavellir svæðisins lokaðir meðan á móti stendur en allir sem hafa áhuga á að koma og fylgjast með mótinu eru velkomnir á svæðið.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með framvindu mótsins.
Landsmót Akureyri 20.-21. júlí