Landsmót nr.2 í Compak sporting

Landsmót nr.2 í Compak sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Akureyrar um helgina í frábærum félagsskap og geggjuðu veðri. Í karlaflokki sigraði Ævar Sveinn Sveinsson úr SÍH með 178 stig, Þórir Guðnason úr SÍH varð annar með 176 eftir bráðabana við Jóhann Ævarsson úr SA. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 154 stig, Líf Katla Angelica úr SA varð önnur með 128 stig og Guðrún Hjaltalín úr SKA þriðja með 119 stig. Í unglingaflokki sigraði Felix Jónsson úr SÍH með 167 stig, Viðar Hilmarsson úr SA varð annar með 159 stig og í þriðja sæti Friðbert Bjarkason úr SR með 75 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SÍH með 520 stig, önnur B-sveit SÍH og í 3ja sæti A-sveit SA. Okkur hjá Skotfélagi Akureyrar langar að þakka keppendum og öðrum gestum kærlega fyrir komuna og frábæra samveru um helgina.

Benelli mótið 2021

Fyrsta mót sumarsins fór fram í dag og að sjálfsögðu í blíðskaparveðri. Mótið var í boði Veiðihúsið saka/Benelli og var Kjarri umboðsmaður mætti norður með troðfullan bíl af verlaunum.
Úrslit mótsins voru þannig að í flokknum óvanir varð Þorsteinn í 3.sæti á 35.dúfum Hallur í 2.sæti á 50.dúfum og Heimir í 1.sæti á 58.dúfu Í flokknum vanir fór þannig að Gunnar Þór varð í 3.sæti á 66.dúfum Bragi Óskars í 2.sæti á 69.dúfum og Teddi í 1.sæti á 70.dúfum.
Voru keppendur sammála um að þetta hefði verið gríðarlega skemmtilegt og vel skipulagt mót. Að endingu langar okkur hjá Skotfélagi Akureyrar að þakka keppendum og Veiðihúsinu Sökku kærlega fyrir að gera daginn og mótið svona frábært.

Opnunartími og skotpróf

Heil og sæl, er ekki komin tími til að viðra hólkinn og taka Sporting, skeet eða riffilæfingu?  Nú hefur sumaropnunartími okkar tekið gildi og má sjá hvenig hann er hér einnig eru skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn komin á fulla ferð, við hvetjum nú þá sem þurfa að taka próf að gera það í tíma og bóka hjá prófdómurum okkar sem fyrst til að komast hjá örtröð.

Lokahóf 2019

Lokahóf Skotfélagsins verður á laugardaginn. Dagurinn hefst á mótahaldi og er mæting kl.12:00 upp á skotsvæði. Í haglagreinum fer fram hið stórskemtilega Rjúpnamót og mótsgjald 2500kr Í kúlugreinum verður þríþrautin (2 blöð á 100m með veiðirifflum, 1 blað BR50 og 10 silhouettur) mótagjald 1500 kr. Þegar skotkeppnum er lokið fara menn heim og skipta yfir í sparigírinn og hittast aftur yfir sameiginlegum kvöldverði sem hefst kl.19:00.
Fólk má staðfesta komu sína með pósti á skotak@skotak.is

Úrslit úr mótum helgarinnar

Mikið líf var á svæði Skotfélagsins um helgina, þegar þrenn haglabyssumót voru haldin.

Á föstudagskvöldinu var haldið byrjendamót í Sporting þar sem 8 keppendur mættu til leiks.

This slideshow requires JavaScript.

Laugardag og sunnudag var Norðurlandsmeistaramótið í skeet, þar sem einnig mættu 8 keppendur. Hér má sjá úrslit úr mótinu.

This slideshow requires JavaScript.

Að lokum var Eldhafsmótið í Sporting haldið seinnipart sunnudagsins, með 13 keppendum.

This slideshow requires JavaScript.