Fyrsta landsmóti vetrarins í loftgreinum lokið

Fyrsta landsmót í loftgreinum þetta keppnistímabilið var haldið í Borgarnesi laugardaginn 28. október. Skotfélag Akureyrar átti fimm keppendur á mótinu í loftskammbyssu, sem öll unnu til verðlauna.

Þorbjörg, Izaar, Þórður, Sóley og Sigríður

Þórður Ívarsson vann loftskammbyssu karla með 538 stig og Izaar A. Þorsteinsson varð annar með 514 stig. Þorbjörg Ólafsdóttir varð önnur í loftskammbyssu kvenna með 514 stig. Í unglingaflokki kepptu Sóley Þórðardóttir og Sigríður L. Þorgilsdóttir og bættu báðar sinn persónulega árangur á móti og báðar með skor sem var hærra en Íslandsmetið frá í vor. En Sigríður var með 485 stig og Sóley með 489 stig á nýju Íslandsmeti stúlkna í loftskammbyssu.

Sóley og Sigríður