Skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn

Væri ekki rétt að vera tímanlega í að undirbúa hreindýraveiðferðina? Prófdómarar okkar eru klárir í að taka á móti veiðimönnum nú þegar. Endilega heyrið í einhverjum af eftirtöldum prófdómurum og bókið tíma. 

Prófdómarar:

Davíð Hallgrímsson 865-5455

Finnur Steingrímsson 840-4813

Njáll Sigurðsson 833-7010

Skráning í próf: Hringja beint í prófdómara og bóka tíma hjá honum.    Gjald: 4500 kr. – Greiðist áður en próf er tekið.                                                    ATH. Öllum prófum þarf að vera lokið 30. júní.

Það er vor í lofti!

                                 

Veðurspár fyrir morgundaginn eru flottar og töluvert um fyrirspurnir um hvort ekki fari að opna uppá skotvelli ætlum við að hafa opið á morgun. Búið er að setja upp tvo sporting velli og svo er auðvitað einn skeetvöllur klár líka. Ev veður heldur áfram að vera okkur hliðhollt er ekki ólíklegt að opnunardögum fjölgi eitthvað fram að formlegri opnun.                                        Á morgun verður opið frá kl.11-15 og heitt á könnuni.

 

Frábær árangur!

Okkar fólk tók þátt í Landsmót STÍ í loftskammbyssu sem fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 16. febrúar.

Í stúlknaflokki setti Sigríður Láretta Þorgilsdóttir Skotfélagi Akureyrar, glæsilegt nýtt Íslandsmet, 501 stig en Sigríður sigraði keppinaut sinn, Sóleyju Þórðardóttur sem einnig kom frá Akureyri. Skor Sóleyjar var 481 stig.
Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, á 543 stigum. Þorbjörg Ólafsdóttir, Skotfélagi Akureyrar varð önnur á persónulegu meti, 532 stigum og Sigurveig Helga Jónsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð í þriðja sæti á 500 stigum.
Einar Hjalti Gilbert, Skotdeild Keflavíkur, var eini keppandinn í piltaflokki. Skor Einars Hjalta var 440 stig.
Í karlaflokki hafði Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur, mikla yfirburði en hann sigraði auðveldlega á 581 stigum. Ívar Ragnarsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð annar með 550 stig og Þórður Ívarsson, Skotfélagi Akureyrar, varð þriðji á 547 stigum.
A sveit SR sigraði í liðakeppni karla með 1611 stig. Sveitin var skipuð Ásgeiri auk Guðmundar Helga Christensen og Jóni Árna Þórissyni. A sveit SA varð í öðru sæti með 1563 stig. Sveit Akureyringanna var skipuð Þórði, Izaari Arnari Þorsteinssyni og Finni Steingrímssyni. Þriðja sætið kom svo í hlut A sveitar SFK sem náði 1552 stigum. Sveit SFK var skipuð Ívari, Ólafi Egilssyni og Jóhanni A. Kristjánssyni.
Þess má einnig geta að tvö þeirra skutu sig upp um flokk og fimm af sjö bættu mótaárangur sinn.
Við meigum vera mjög stolt og ánægð fyrir okkar fólk sem er alltaf að bæta sig í sinni íþrótt.