Kæru félagar. Þið sem greidduð árgjaldið í janúar og febrúar geta nálgast kortin sín í Veiðiríkið. Þið sem voruð að borga núna í mars þurfa að bíða í nokkra daga til viðbótar þar sem ykkar kort eru í framleiðslu.
Category: Annað
A.T.H.
Minnum á árgjöldin í heimabanka.
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 28. febrúar 2022 kl. 20:30 í inniaðstöðu GA kjallara á íþróttahöll. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins.
Kaffi og með því 😀
Stjórn Skotfélagsins
Árgjald 2022
Kæru félagar. Nú hafa verið sendir út kröfur vegna árgjalda fyrir árið 2022. Á aðalfundi 2021 var tekin ákvörðun um að breyta árgjaldi til að einfalda innheimtu og einnig til þess að gefa öllum sem greiða árgjald kost á að nýta aðstöðu okkar sem mest. Áður var árgjald kr.10.000.- og svo bættust ofan á það kr.7500.- fyrir aðgengi að riffilhúsi utan opnunartíma. Nú borga allir kr.15.000.- og fá kort af riffilhúsi og komast inn á öllum tímum.
Höldum áfram að byggja upp öflugt félag!
Skotíþróttafólk Skotfélags Akureyrar 2021
Sóley Íslandsmeistari unglinga 2021
Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík þann 6.nóvember. Í unglingaflokki kvenna sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 520 stig og í öðru sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir með 405 stig. Erum við hjá Skotfélagi Akureyrar að vonum ánægð með Sóley og óskum henni innilega til hamingju með titilinn.
Opnunartími um verslunarmannahelgi
Vegna sumarleyfa starfsmanna verður lokað á svæði félagsins frá 30.júlí þar til á þriðjudaginn 3.ágúst . En þá breytist einnig opnunartími hjá okkur á virkum dögum í 18-21.
Fatnaður merktur Skotfélagi Akureyrar
Fimmtudaginn 8. júlí kl. 19-21 verður hægt að koma við í félagsheimili Skotfélagsins á Glerárdal og skoða og panta sér peysu eða bol merktan félaginu. Hér fyrir neðan má sjá myndir af peysum og bolum ásamt stærðartöflum. Verð á peysu er 7800 kr og á bol er 6500 kr, innifalið í því er nafnamerking fyrir þá sem það kjósa.
Vinnukvöld!
Kæru félagar. kl.19:30 verður vinnukvöld á svæði félagsins. Það er svona eitt og annað sem þarf að gera og því væri nú frábært að sjá sem flesta koma og vinna smá fyrir félagið sitt.