Aðalfundur Skotfélags Akureyrar

Aðalfundur Skotfélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 28. febrúar 2022 kl. 20:30 í inniaðstöðu GA kjallara á íþróttahöll. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins.
Kaffi og með því 😀
Stjórn Skotfélagsins

Árgjald 2022

Kæru félagar. Nú hafa verið sendir út kröfur vegna árgjalda fyrir árið 2022. Á aðalfundi 2021 var tekin ákvörðun um að breyta árgjaldi til að einfalda innheimtu og einnig til þess að gefa öllum sem greiða árgjald kost á að nýta aðstöðu okkar sem mest. Áður var árgjald kr.10.000.- og svo bættust ofan á það kr.7500.- fyrir aðgengi að riffilhúsi utan opnunartíma. Nú borga allir kr.15.000.- og fá kort af riffilhúsi og komast inn á öllum tímum.

Höldum áfram að byggja upp öflugt félag!

Skotíþróttafólk Skotfélags Akureyrar 2021

Stjórn Skotfélags Akureyrar hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn félagsins árið 2021:
 
Dnaíel Loga Heiðarsson og Sóley Þórðardóttir.
 
Daníel er mjög efnilegur skotmaður á hraðri uppleið og stundar keppnir í haglagreinum, en hans aðalgrein er „skeet“ í unglingaflokki. Daníel keppti á 8.landsmótum á árinu 2021 og varð hann sex sinnum í fyrsta sæti á þeim mótum sem hann fór á En það sem bar hæst á árinu 2021 hjá Daníel að hann varð Íslandsmeistari í unglingaflokki í skeet.
 
Sóley er góður mjög efnilegur skotmaður á hraðri uppleið og stundar keppnir í Loftskammbyssu sem aðalgrein einnig í loftriffli/kúlugreinum í unglingaflokki fyrir Skotfélag Akureyrar. Sóley náði ekki að keppa á mörgum mótum á árinu í sinni aðalgrein sökum Covid 19 og ekki heldur náð að æfa af neinu ráði. Sóley tók þátt í íslandsmeistaramóti í loftbyssu nú í nóvember og var íslansdmeistari í loftbyssu unglinga. Einnig tók Sóley þátt í íslandsmótti 50BR og gerði sér lítið fyrir og varð tvöfaldur íslandsmeistari þar í unglingaflokki (Light Varmint riffla) og (Sporter riffla)
 
Við erum afar stolt af þeim Daníel og Sóley og óskum þeim innilega til hamingju með tilnefninguna.

Sóley Íslandsmeistari unglinga 2021

Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík þann 6.nóvember. Í unglingaflokki kvenna sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 520 stig og í öðru sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir með 405 stig. Erum við hjá Skotfélagi Akureyrar að vonum ánægð með Sóley og óskum henni innilega til hamingju með titilinn.

Fatnaður merktur Skotfélagi Akureyrar

Fimmtudaginn 8. júlí kl. 19-21 verður hægt að koma við í félagsheimili Skotfélagsins á Glerárdal og skoða og panta sér peysu eða bol merktan félaginu. Hér fyrir neðan má sjá myndir af peysum og bolum ásamt stærðartöflum. Verð á peysu er 7800 kr og á bol er 6500 kr, innifalið í því er nafnamerking fyrir þá sem það kjósa.