Íslandsmót í Compak sporting

Glæsilegu og fjölmennu Íslandsmóti í Compak sporting lauk í dag.

37 keppendur mættu til keppni, þar af 3 í kvennaflokki. Skotnar voru 100 dúfur á tveimur dögum, á tveimur völlum.

Boðið var til grillveislu á laugaragskvöldi þar sem grilluð voru lambalæri og boðið upp á meðlæti.

Sigurvegarar og fyrstu Íslandsmeistararnir í Compak Sporting voru Gunnar Gunnarsson og Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, bæði í Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir (SFS) í öðru sæti og Snjólaug M. Jónsdóttir (MAV). Í karlaflokki varð Þórir Guðnason (SIH) annar og Aron Kristinn Jónsson (SIH) varð þriðji.

Nánari úrslit má nálgast hér.

Úrslit í Vormóti BR50

Vormóti í BR50 er lokið og var mjög góð þátttaka, 19 keppendur mættu til leiks, þar af 3 gestir og 2 unglingar.

Sigurvegari var Kristbjörn Tryggvason (Kiddi) með 241 stig og 8 X, annar varð Jón Kristjánsson, Skotfélaginu Markviss, einnig með 241 stig en 6 X og þriðji varð Bubbi (Wimol Sudee) með 235 stig og 3X.

Úrslit má sjá hér

Sigurvegarar í vormóti BR50 4. júní 2018

Íslandsmótið í Compak Sporting

Föstudaginn 9. júní verður opið á svæðinu fyrir keppendur frá kl.17-22 að auki verður lengri opnun fimmtudaginn 8. júní eða frá kl.17-22.

Mótssetning verður laugardaginn 9. júní kl.10:30 og óskað eftir að keppendur mæti á svæðið kl.10. Keppni hefst síðan kl.11 laugardaginn 9. júní (ath. breyttur tími). Sunnudaginn 10. júní hefst keppni kl. 10

Riðlaskipting og nánari tímasetningar væntanlegar.

Riðlaskipting

Lokað á svæðinu 9.-10. júní

Vinsamlegast athugið að lokað verður á svæðinu fyrir almennar æfingar laugardaginn 9. júní og sunnudaginn 10. júní vegna mótahalds, það á við um riffilhús og haglavelli.

Þessa helgi verður fyrsta Íslandsmótið í Compak Sporting haldið á Íslandi og eru allir velkomnir að kíkja við og fylgjast með keppninni.

Akureyrarmeistaramót í staðlaðri skammbyssu

Akureyrarmeistaramót í staðlaðri skammbyssu var haldið í inniaðstöðu félagsins í Íþróttahöllinni mánudagskvöldið 4. júní.

Metþáttaka var á mótinu en það kepptu 10 manns og fór svo að Þórður Ívarsson stóð uppi sem sigurvegari og Akureyrarmeistari í staðlaðri skammbyssu árið 2018. Annar var Brynjar Lyngmo og þriðji Rúnar Ingi Guðjónsson.

Nánari úrslit má sjá hér.

Brynjar Lyngmo, Þórður Ívarsson og Rúnar Ingi Guðjónsson
Sigurvegarar í Akureyrarmeistaramóti í Staðlaðri skammbyssa 4. júní 2018

Stóra vormótið í Compak Sporting

15 keppendur mættu til leiks föstudagskvöldið 25. maí og skutu fyrsta Compak Sporting mótið sem Skotfélag Akureyrar heldur.

Skotnar voru 100 dúfur á tveimur völlum.

Eftir harða baráttu og bráðabana um 3. sætið endaði mótið þannig að Bragi Óskarsson vann mótið með 92 dúfur, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson með 88 dúfur og í þriðja sæti Jóhann Ævarsson með 81 dúfu.

Sigurvegarar í Stóra vormótinu í Compak sporting

 

Nánari úrslit má sjá hér.

Ný stjórn og fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Skotfélags Akureyrar var haldinn í félagsheimilinu á Glerárdal síðastliðið mánudagskvöld.

Á fundinum var ný stjórn kosin og eftir jafna kosningu er stjórnin skipuð:

Formaður: Ómar Örn Jónsson, sem var kosinn í fyrra til tveggja ára.
Aðalstjórn: Sigurður Áki Sigurðsson og Finnur Steingrímsson, kosnir í fyrra til tveggja ára. Nýir inn núna til tveggja ára eru: Bragi Óskarsson og Davíð Hallgrímsson.
Varamenn: Kristbjörn Tryggvason, kosinn í fyrra til tveggja ára og Jóhann Ævarsson kosinn í ár til tveggja ára.

Samþykkti fundurinn hækkun á árgjaldi fyrir næsta ár (2019) um 1.000 kr í 8.000 kr. Makar og 67 ára og eldri greiða 4.000 kr. Ungmenni 15-19 ára greiða 3.500 kr.

Einnig voru samþykktar nýjar reglur um Akureyrarmeistara og skotmenn ársins. Þær eru væntanlegar á heimasíðuna.