Haldin voru þrenn páska-riffilmót laugardaginn 31. mars.
Fyrst var keppt í flokki óbreyttra veiðiriffla þar sem skotið var á tvö spjöld á 100 metrum (tvífótur og afturpúði leyfður).
Finnur Steingrímsson vann með fullu húsi stiga eða 100 stig og 3 X, annar var Arnar Oddson með 99 stig og 3 X og þriðji varð Davíð Jens Hallgrímsson með 98 stig og 2 X.
Því næst tók við mót í flokki breyttra veiðiriffla/tactical/custom þar sem skotið var á 2 blöð VRS á 200 m.
Wimol Sudee (Bubbi) vann með 99 stig, annar var Davíð Jens Hallgrímsson með 98 stig og 2 X og þriðji varð Finnur Steingrímsson með 97 stig.
Að lokum var Benchrest keppni þar sem skotið var 25 skotum á 100 m.
Wimol Sudee (Bubbi) vann með fullu húsi stiga eða 250 stig og 14 X, annar var Gylfi Sigurðsson (Skotfélagi Húsavíkur) einnig með fullt hús stiga eða 250 stig og líka 14 X og þriðji varð Jón B. Kristjánsson (Markviss) einnig með fullt hús stiga og 13 X.
This slideshow requires JavaScript.
Paskamot_rifflar