Stóra vormótið í Compak Sporting

15 keppendur mættu til leiks föstudagskvöldið 25. maí og skutu fyrsta Compak Sporting mótið sem Skotfélag Akureyrar heldur.

Skotnar voru 100 dúfur á tveimur völlum.

This slideshow requires JavaScript.

Eftir harða baráttu og bráðabana um 3. sætið endaði mótið þannig að Bragi Óskarsson vann mótið með 92 dúfur, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson með 88 dúfur og í þriðja sæti Jóhann Ævarsson með 81 dúfu.

Sigurvegarar í Stóra vormótinu í Compak sporting

 

Nánari úrslit má sjá hér.

Ný stjórn og fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Skotfélags Akureyrar var haldinn í félagsheimilinu á Glerárdal síðastliðið mánudagskvöld.

Á fundinum var ný stjórn kosin og eftir jafna kosningu er stjórnin skipuð:

Formaður: Ómar Örn Jónsson, sem var kosinn í fyrra til tveggja ára.
Aðalstjórn: Sigurður Áki Sigurðsson og Finnur Steingrímsson, kosnir í fyrra til tveggja ára. Nýir inn núna til tveggja ára eru: Bragi Óskarsson og Davíð Hallgrímsson.
Varamenn: Kristbjörn Tryggvason, kosinn í fyrra til tveggja ára og Jóhann Ævarsson kosinn í ár til tveggja ára.

Samþykkti fundurinn hækkun á árgjaldi fyrir næsta ár (2019) um 1.000 kr í 8.000 kr. Makar og 67 ára og eldri greiða 4.000 kr. Ungmenni 15-19 ára greiða 3.500 kr.

Einnig voru samþykktar nýjar reglur um Akureyrarmeistara og skotmenn ársins. Þær eru væntanlegar á heimasíðuna.

 

Akureyrarmót í loftgreinum var haldið í dag

Akureyrarmót í loftgreinum var haldið í dag í inniaðstöðu félagsins í íþróttahöllinni. 8 keppendur í loftskammbyssu og 6 í loftriffli.

Akureyrarmeistarar eru Sigríður L. Þorgilsdóttir í loftskammbyssu unglinga stúlkur, í öðru sæti endaði Sóley Þórðardóttir.

Sóley Þórðardóttir er Akureyrarmeistari í loftriffli unglinga stúlkur. Sigríður L. Þorgilsdóttir hafnaði í öðru sæti.

Þorbjörg Ólafsdóttir er Akureyrarmeistari í loftskammbyssu og loftriffli kvenna.

Þórður Ívarsson er Akureyrarmeistari í loftskammbyssu. Finnur Steingrímsson í öðru sæti og Logi Steinn Karlsson í þriðja sæti.

Þórður Ívarsson er Akureyrarmeistari í loftriffli karla. Logi Steinn Karlsson náði öðru sæti og Finnur Steingrímsson hafnaði í þriðja sæti.

Úrslit mótsins.

Úrslit í páskamótum – riffilgreinar

Haldin voru þrenn páska-riffilmót laugardaginn 31. mars.

Fyrst var keppt í flokki óbreyttra veiðiriffla þar sem skotið var á tvö spjöld á 100 metrum (tvífótur og afturpúði leyfður).
Finnur Steingrímsson vann með fullu húsi stiga eða 100 stig og 3 X, annar var Arnar Oddson með 99 stig og 3 X og þriðji varð Davíð Jens Hallgrímsson með 98 stig og 2 X.

Því næst tók við mót í flokki breyttra veiðiriffla/tactical/custom þar sem skotið var á 2 blöð VRS á 200 m.
Wimol Sudee (Bubbi) vann með 99 stig, annar var Davíð Jens Hallgrímsson með 98 stig og 2 X og þriðji varð Finnur Steingrímsson með 97 stig.

Að lokum var Benchrest keppni þar sem skotið var 25 skotum á 100 m.
Wimol Sudee (Bubbi) vann með fullu húsi stiga eða 250 stig og 14 X, annar var Gylfi Sigurðsson (Skotfélagi Húsavíkur) einnig með fullt hús stiga eða 250 stig og líka 14 X og þriðji varð Jón B. Kristjánsson (Markviss) einnig með fullt hús stiga og 13 X.

This slideshow requires JavaScript.

Paskamot_rifflar

Úrslit í Compak Sporting páskamótinu

Frábær mæting á páskamótið í haglagreinum þar sem notaðir voru nýju kastararnir og skotið 50 dúfna – Compak Sporting mót.

Jóhann Ævarsson vann mótið með 46 dúfur, annar var Elías Frímann með 44 dúfur og þriðji eftir bráðabana varð Einar Már Haraldsson með 43 dúfur.

 

This slideshow requires JavaScript.

Sporting31mars2018

Úrslit úr páskamótum – loftgreinar

Keppt var í loftskammbyssu og loftriffli í páskamótum loftgreina þetta árið.

í loftskammbyssu, fullorðins flokki, vann Þórður Ívarsson með 349 stig, annar varð Finnur Steingrímsson með 345 stig og í þriðja sæti var Haukur Fannar Möller með 322 stig. Í unglingaflokki vann Sóley Þórðardóttir með 293 stig og önnur var Sigríður Láretta Þorgilsdóttir með 283 stig.

Í loftriffli, fullorðins flokki, vann Finnur Steingrímsson með 187 stig, annar varð Logi Steinn Karlsson með 178 stig og þriðji varð Þórður Ívarsson með 169 stig. Í unglingaflokki vann Sigríður Láretta Þorgilsdóttir með 157 stig og Sóley Þórðardóttir varð önnur með 153 stig.

This slideshow requires JavaScript.

Paskamot_loftgreinar