Úrslit í Sumarmóti BR50

Metþátttaka var í BR50 sumarmóti félagsins sem haldið var miðvikudaginn 5. júlí í blíðskaparveðri. 14 keppendur mættu til leiks og fengum við heimsókn frá Skotfélagi Austurlands og Markviss á Blönduósi.

Jónbi gerði sér lítið fyrir og vann mótið með 244 stig sem getur ekki annað en talist frábær árangur, Bubbi varð annar með 236 stig og þriðji varð Finnur með 235 stig. Sjá önnur úrslit á meðfylgjandi mynd.

Sumarmót í Silhouettu skotfimi

Fimmtudagskvöldið 22. júní verður haldið sumarmót í Silhouettu skotfimi. Skotið er með 22lr. rifflum. Mótið hefst kl.19 og er mæting og lokaskráning 18:30 á svæði félagsins í Glerárdal.

Skotið á 20 silhouettur af fjórum mismunandi stærðum, 5 stk af hverri stærð, á mismunandi færum, eftir stærð dýranna.
Skotið með .22 cal rifflum með sjónaukum úr standandi stöðu.
Færin sem notuð eru: 40, 60, 77 og 100 m

Myndaniðurstaða fyrir silhouette shooting