Hér má sjá hvernig staðan er í mótinu
Category: Mót
Skráningar á Landsmót í Compak Sporting á Akureyri 27.-28. júlí
Hér er listi yfir þá sem eru skráðir til leiks á annað Landsmót í Compak Sporting sem haldið verður á Akureyri í sumar.
Skráningar Landsmót CS júlí 2019Á meðan á móti stendur verða haglavellir lokaðir en að sjálfsögðu eru allir velkomnir til að fylgjast með.
Hópaskipting og keppnistímar.
Skráningar Landsmót CS júlí 2019 hópaskipting+Hver hópur sendir út dómarara þegar þeir eru ekki að keppa.
Úrslit úr Íslandsmeistaramótinu í BR50
Fyrsta Íslandsmeistaramótinu í BR50 lauk í dag á svæði Skotfélags Akureyrar.
Keppt var í þremur flokkum: Sporter, Léttum Varmint og Þungum Varmint.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit úr hverjum flokki. Nánari upplýsingar um riffla keppenda koma síðar.
Krýndir voru 5 nýjir Íslandsmeistarar á mótinu.
BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - úrslit SporterBR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - Úrslit L.Varmint
BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - Úrslit Þ.Varmint
Landsmót í Compak sporting – Úrslit
Frábæru landsmóti í Compak sporting er lokið í blíðskaparveðri, þar sem skotnar voru 200 dúfur á 4 völlum. 100 dúfur á laugardegi og 100 á sunnudegi.
Á laugardagskvöld var boðið upp á grillað lambalæri og meðlæti.
Hörð barátta var um efstu sætin hjá körlunum og fóru leikar svo að Bragi Óskarsson Skotfélagi Akureyrar vann með 191 dúfu (96/95), annar var Gunnar Gunnarsson Skotfélagi Reykjavíkur með 189 dúfur (94/95) og þriðji var Stefán Gaukur Rafnsson Skotfélagi Akureyrar með 188 dúfur (93/95).
Hjá konunum var ekki síður spennandi keppni sem fór þannig að Snjólaug M. Jónsdóttir Skotfélaginu Markviss sigraði með 165 dúfur (82/93), önnur var Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 162 dúfur (82/80) og þriðja var Líf Katla Angelica Skotfélagi Akureyrar með 122 dúfur (60/62).
Landsmót Compak sporting Akureyri 15. - 16. júní 2019 - mótaskýrslaSkotpróf fyrir hreindýraveiðimenn
Væri ekki rétt að vera tímanlega í að undirbúa hreindýraveiðferðina? Prófdómarar okkar eru klárir í að taka á móti veiðimönnum nú þegar. Endilega heyrið í einhverjum af eftirtöldum prófdómurum og bókið tíma.
Prófdómarar:
Davíð Hallgrímsson 865-5455
Finnur Steingrímsson 840-4813
Njáll Sigurðsson 833-7010
Skráning í próf: Hringja beint í prófdómara og bóka tíma hjá honum. Gjald: 4500 kr. – Greiðist áður en próf er tekið. ATH. Öllum prófum þarf að vera lokið 30. júní.
Íslandsmótin í loftgreinum
Íslandsmótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni laugardaginn 6. apríl.
Í stúlknaflokki varð Sóley Þórðardóttir Íslandsmeistari með 492 stig, önnur varð Sigríður L. Þorgilsdóttir með 482 stig og þriðja Rakel Arnþórsdóttir með 452 stig, en þær keppa allar fyrir Skotfélag Akureyrar. Þær urðu jafnframt Íslandsmeistarar stúlknaliða fyrir Skotfélag Akureyrar með 1,426 stig, en það er jafnframt nýtt Íslandsmet.
Í drengjaflokki varð Magnús G. Jensson, Skotdeild Keflavíkur, Íslandsmeistari með 423 stig.
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 580 stig, annar varð Ívar Ragnarsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, með 565 stig og í þriðja sæti Ingvar Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 529 stig.
Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 553 stig, önnur varð Kristína Sigurðardóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550 stig og þriðja Þorbjörg Ólafsdóttir, Skotfélagi Akureyrar, með 513 stig.
Íslandsmótið í loftriffli fór fram í Egilshöll sunnudaginn 7. apríl.
Í unglingaflokki kvenna varð Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 555,2 stig, önnur varð Rakel Arnþórsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 478,7 stig og í þriðja sæti Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 413,3 stig. Lið Skotfélags Akureyrar setti Íslandsmet í unglingaflokki en hún var skipuð Rakel, Sóleyu og Sigríði L. Þorgilsdóttur.
Íslandsmeistari í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 590,6, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 560,9 stig og í þriðja sæti Þórir S. Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550,7 stig.
Í kvennaflokki varð Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 594,4 stig og önnur varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 591,0 stig.
Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki en sveitina skipuðu þeir Guðmundur, Róbert og Þórir, en árangur þeirra er nýtt Íslandsmet 1.702,2 stig. Sveit Skotdeildar Keflavíkur varð í öðru sæti.
Í drengjaflokki varð Magnús G. Jensson úr Skotdeild Keflavíkur Íslandsmeistari með 570,3 stig og Elmar T. Sverrisson úr Skotdeild Keflavíkur varð annar með 555,4 stig.
Eins voru krýndir Íslandsmeistarar í hverjum flokki í báðum greinum og má sjá það nánar á www.sti.is
Innanfélagsmót í skammbyssugreinum
Næstkomandi laugardag, 23. febrúar, verða haldin innanfélagsmót í sportskammbyssu og Akureyrarmeistaramót í grófbyssu. Skráningarfrestur er miðnætti á fimmtudagskvöldið 21. febrúar, skráning er í gegnum heimasíðu félagsins. Þegar skráningu er lokið verður riðlaskipting birt.
Okkar fólk heldur áfram að gera góða hluti :D
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi um helgina. Í loftskammbyssu unglinga hlaut gullið Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 467 stig. Í kvennakeppninni sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 536 stig og Þorbjörg Ólafsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar varð önnur með 521 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 533 stig, Izaar Arnar Þorsteinsson úr Skotfélagi Akureyrar varð annar með 516 stig og þriðji varð Ingvi Eðvarðsson úr Skotdeild Keflavíkur með 513 stig.
Áramót Skotak 2018 úrslit.
Þá lyggja fyrir úrslit úr Áramóti Sotak 2018 fyrir. Prufað var í fyrsta sinn aðkeppa í myrkri við flóðljós þar sem prufur höfðu gefið góða raun um að þetta væri vel framkvæmanlegt, en það hafði samt gleymst að prufa þetta í stórhríð sem gerðu aðstæður enn meira krefjandi bæði í riffilkeppni og sporting. En mál manna og kvenna var að þetta hafi verið hin mesta skemmtun og verður því gert meira af þessu í framtíðinni.
Í loftgreinamótin, sem haldið var 29. des, mættu 8 keppendur og skutu bæði loftskammbyssu og loftriffil, 40 skot í hvorri grein.
Gleðilegt nýtt skotfimiár
Úrslit í BR50 sumarmóti
Mótahald vikunnar heldur áfram en fyrr í kvöld var haldið sumarmót BR50 í þónokkrum vindi.
16 keppendur tóku þátt og þar af 2 úr öðrum félögum en Skotfélagi Akureyrar. Gestirnir stóðu sig vel og fór svo að Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur fór með sigur af hólmi með 233 stig og 4 X, annar varð Jón Kristjánsson, Markviss með 224 stig og 5 X og þriðji varð heimamaðurinn Wimol Sudee (Bubbi) með 218 stig og 2 X.