Innanfélagsmót í skammbyssugreinum

Næstkomandi laugardag, 23. febrúar, verða haldin innanfélagsmót í sportskammbyssu og Akureyrarmeistaramót í grófbyssu. Skráningarfrestur er miðnætti á fimmtudagskvöldið 21. febrúar, skráning er í gegnum heimasíðu félagsins. Þegar skráningu er lokið verður riðlaskipting birt.